Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 29
Af framanrituðum skýrslum sjest árangurinn af áburðar-
tilraununum s. 1. sumar. í mörgum af þeim áburðartilraun-
um, sem eigi eru prentaðar er árangurinn nokkuð líkur í
aðalatriðunum. Af þessum tilraunum er sjálfsagt varhuga-
vert, að draga almennar ályktanir, þar eð vjer aðeins höf-
um eins árs reynslu.
Að síðustu skulum vjer þó leyfa oss að benda á: Af til-
raununum sjest ljóslega, að það getur svarað kostnaði að
nota tilbúin áburðarefni sjeu þau notuð á rjettan hátt. En
á hina hliðina, getur það líka verið mikið tjón, að bera á
þær áburðartegundir, sem eigi vanta í jarðveginn. Tilraunir
eru nauðsynlegar þar, sem nota á tilbúin áburðarefni. Til-
búin áburðarefni hafa aukið grasvöxtinn meira þar sem þau
hafa verið borin á óræktað land en búfjáráburður, en þess
ber líka að gæta, að verkanir búfjáráburðarins eru varanlegri
en tilbúinna áburðarefna Hvað notkun áburðarefnanna við
víkur, þá er þetta athugandi:
i. Kaliáburður einsamall hefur aukið að mun uppskeruna
í görðum og á túnum.
2. Þar sem Chilesaltpjetur hefur verið borinn á með Kali,
er mjög góður árangur á nokkrum stöðum t. d. í garði
Hallgríms Kristinssonar í Reykhúsum, þar sem hagurinn
var 150 kr. á dagsláttunni.
3. Annarsstaðar en í görðum og á túnum hefur Kaliáburður
haft litlar verkanir og á nokkrum stöðum virðist hann
jafnvel hafa minnkað grassprettuna, einkum ef hann er
notaður með öðrum áburðarefnum.
4. Fosforsýruáburður hefur víðast aukið sprettuna töluvert
meira en Kalíáburður. Bezt hefir þó reynst að bera á
3