Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 11
Ci/raunir
Rœktunarfjelags Norðurlands árið 1Q04.
A. Áburðartilraunir.
Fátt hefur mciri þýðingu viðvíkjandi jarðræktinni, en það
að áburðurinn sje hirtur og notaður á rjettan hátt. Ræktun-
arfjelagið ljet því þegar árið 1903 byrja á tilraunum í þá
átt, og er skýrt frá árangrinum í ársskýrslu fjelagsins það
ár. Tilraununum hefur verið haldið áfram í líka stefnu og
byrjað var, en á fleiri stöðum. Þar, sem menn kunna lítið
að jarðyrkju, eins og á Islandi, er það ótal margt, sem þarf
að rannsaka viðvíkjandi áburðinum t. d.
Hver jurtnærandi efni vanti einkum í jarðveginn, og af
hverju hann sé auðugastur. Þetta þarf að rannsaka sjerstak-
lega fyrir hverja jarðtegund.
Hvert sje notagildi tilbúinna áburðarefna borið saman við
búfjáráburð.
Hve mikið þurfi að bera á.
Á hvaða árstíma sje best að bera á.
Margt fleira gæti komið til athugunar.
Tilraunir þær, sem hafa verið gjörðar síðastliðið ár hafa
flestar aðallega stefnt að því, að svara fyrstu spurningunum.
Vitanlega þart )>ó margra ára reynslu til þess, að þeim sje
svarað til fullnustu. I fyrstu þarf einnig að gæta þess, að
margar af tilraununum eru gerðar af mönnum, sem eigi hafa
fengist við þessháttar störf áður, og getur því hæglega svo
farið, að eitt eða annað sje að athuga við tilraunirnar, sem
geti haft áhrif á árangurinn. Þetta verða menn að hafa hug-