Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 73
77
matarsalt). Þær rófur sem sökkva, eru ríkari af næringar-
efnurn, en hinar, sem fljóta ofan á, og eru þær bestar til
fræöflunar. Rófurnar eru geymdar á svölum stað, þar sem
bjart er. Þeim er raðað þannig, að þær standi eins og þær
hafa áður vaxið, hverri við aðra, og þur mómold eða aska
er sett á milli þeirra.
Pegar jörð er orðín þíð eru rófumar settar niður. Þær
þurfa að vera í góðu skjóli. Best er að jarðvegurinn sje
sand- og leirblandinn moldarjarðvegur, sem aska hefur
verið borin í. Nýjan áburð má eigi nota. Af tilbúnum á-
burðarefnum er Súperfosfat best. Rófurnar eru settar nið-
ur nokkuð dýpra, en þær hafa áður staðið í garðinum.
Það gjörir þeim engan skaða, þó frost og snjóar komi
eptir að þær eru settar niður.
Hirðingin er aðallega fólgin í því, að binda við fræ-
stengurnar, þegar þær fara að vaxa, svo að þeim sje eigi
hætta búin af stormum.
Þegar kemur fram í ágústmánuð, á að taka burt öll
blóm, sem myndast eptir þann tíma, jafnóðum og þau
koma í ljós. Fræ það, sem þegar er rnyndað nær þá
meiri þroska. Þegar skálparnir eru farnir að gulna og
fræið að dökkna, er rjett að taka rófurnar upp, leggja
þær inn í hús, þar sem súgur getur leikið um. Þótt sumt
af fræinu hafi eigi verið fullþroskað, þegar rófurnar voru
teknar um, þá nær það þó fullum þroska.
Að síðustu er fræið tínt úr skálpunum. Aðeins það fræ
sem er dökkbrúnt og gljáandi er gott. Hitt er ei vert að
nota. Fræið þarf að geyma á þurrum stað yfir veturinn.
Nú hefur stuttlega verið skýrt frá ræktun gulrófna og
er það mestmegnis byggt á innlendri reynslu. Það eru
jurtir sem full vissa er fyrir að þrifist geta hjer á landi,
ef rjett er aðfarið. Ræktun þeirra getur verið arðsöm.
Bændur ættu því að Ieggja meiri stund á ræktun þeirra
en þeir hafa gjört hingað til, því hún hefur víða verið
mjög lítil. Hið fyrsta seni þarf að leggja alúð við, er að
rækta þær jurtir sem víst er að geti þrifist og færa sig
svo smátt og smátt uþp á skaftið og taka fleiri garðjurtir
til ræktunar.