Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 52
56
Haustið 1903 var farið að undirbúa tilraunastöðina, og á
þessu ári hefur hún öll verið girt og tekin til ræktunar.
Allur kostnaður við tilraunastöðina nemur 591.49 krónum.
Auk þess hefur Ræktunarfjelagið lagt til fræ, plöntur og til-
búin áburðarefni. Verð þess nemur 46.28 kr.
Til þess að koma tilraunastöðinni á fót hafa einstakir menn
gefið til fyrirtækisins 217.40 kr. Auk þess hefur tilraunastöðin
fengið styrk frá sýslusjóði, hreppssjóði, jarðræktarfjelagi Húsa-
víkur og Ræktunarfjelagi Norðurlands.
Síðast liðið sumar hafa verið gjörðar nokkrar tilraunir.
1. Áburðartilraunir. Frá árangri af þeim er skýrt á bls. 20.
2. Tilraunir með 19 grasfrætegundir, 3 hafraafbrigði, 2 bygg-
afbrigði, 4 næputegundir og gulrófnafræafbrigði.
Spretta á grasfræinu var fremur lítil, sjerstaklega af ertu-
blómaættinni, aptur var hún nokkur af sumum tegundum af
grasættinni t. d. Avena elatior, Agrostis vulgaris og Phleum
pratense.
Af gulrófum, plöntum úr vermireit, fengust 46 tunnur af
dagsláttunni. Af höfrum spruttu Ligoverhavre best, 26 hestar
at dagsláttunni. Byggtegundirnar (Björnebygg og Finnebygg),
spruttu báðar jafnvel, 25 hestar af dagsláttunni. Af næpum
spruttu blánæpur best, 80 tunnur af dagsláttunni.
Bygg-grasið varð 48 þuml. hátt, bar ax og nokkuð þroskað
bygg. Einnig bar það af hafra grasinu, sem best var sprottið,
ax, en náði ekki eins mikilli hæð og bygg-grasið.
Af trjáa- og runnategundum var plantað í tilraunastöðina
greni, furu, íslensku og norsku byrki, sólberja- og rauðberja-
runnum, siberiskt ertutrje, lævirkjatrje, gulvíðir með rót, gul-
víðisgræðingum og rósum. Af norska byrkinu, lævirkjatrje og
ertutrje dóu nokkrar plöntur. Sólberja- og nokkrir rauðberja-
runnar báru fullþroskuð ber.
Umsjónarmaður tilraunastöðvarinnar er Baldvin Friðlaugs-
son á Húsavík. Hann hefur innt starfa þann mjög vel af
hendi, og látið sjer annt um að undirbúningur og hirðing
tilraunastöðvarinnar sje sem bestur.