Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 64
Um rójnarækt
eptir
Sigurð skólastjóra Sigurðsson.
í norðlægum löndum, er talið, að af öllum jurtum,
sem ræktaðar eru, sjeu það rófurnar sem hafi mesta þýð-
ingu. Þetta er einkum vegna þess, hve vel þær spretta,
þótt sumarið sje stutt og loptslagið hráslagalegt. Uppskera
af rófum getur verið mikil. Það er talað að í henni geti
verið helmingi meira af næringarefnum, heldur en í upp-
skeru af korntegundum, þegar miðað er við jafnstór svæði.
Rófurnar er liægt að nota á ýmsan hátt. Sumar tegund-
ir eru notaðar til manneldis, aðrar til skepnufóðurs. Þá
er og búið til úr þeim sykur, spíritus o. fl.
Þær rófnategundir sem hægt er að rækta hjer á landi,
eru einkum þær, sem notaðar eru til manneldis og skepnu-
fóðurs. En af þeim eru mörg afbrigði. — Að þessu sinni
skulum vjer, að eins stuttlega, skýra frá ræktun þeirra
rófnategunda, sem, eins og þekkingu vorri er nú komið,
að voru áliti hafa mesta þýðingu, en það eru gulrófurnar.
Auk þeirra getur verið að tala um ræktun ýmsra næpna-
tegunda, sem nota má til manneldis og skepnufóðurs.
Á næsta ári lætur Ræktunarfjelagið gjöra ýtarlegar til-
raunir í þessa átt og vjer höfum þá trú og von, að t. d.
fóðurrófnarækt, muni innan skamms tíma, verða algeng
hjer á landi og gefa mikinn arð.
Á bls. 44 er skýrt frá tilraunum með fóðurrófur. Þær
hafa heppnast vel. Þegar fjelagið hefur fengið meiri reynslu
í þessum efnum, mun verða prentaður leiðarvísir um rækt-
un peirra.