Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Side 1

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Side 1
Um fornan kveðskap Islendinga og Norðmanna, Eptir Benedict Gröndal. Sú skoðun hefir vakað fyrir sumum fræðimönnum, að allur forn skáldskapur væri eigi einungis ortur eptir föstum reglum, sem eigi mátti frá víkja, heldur og að skáldin hefðu lært að yrkja, þau hefðu verið í nokk- urs konar skólum. þ>ví verður nú raunar eigi neitað, að allur skáldskapur verður að vera framinn eptir vissum reglum; en hversu fastar þessar reglur voru, það vil eg nú leitast við að sýna hér á eptir. Að skáldin hafi lært að yrkja, má og að nokkru leyti til sanns vegar færast. Raunar veitir engi maður sjálfum sér gáfu skáldskaparins, þvi hún er guðs gjöf og nátt- úrunnar; en skáldskapar-gáfan getur eflst og lagast með menntun og lærdómi; en menntun og lærdómur hinna fornu skálda voru goðasögurnar og átrúnaðar- sögurnar, til þess að heyja sér kenningar og orðafjölda (Sn. E. Svb. Eg. 222. Arn. Magn. II 533 og eptir- máli 2). Goðasögurnar voru ýmist kviður og kvæði, eða þá sögur í óbundinni ræðu, og höfum vér dæmi upp á hvorutveggja bæði í Eddu-kviðunum, ýmsum þulum og drápum (t. a. m. Haustlöng og pórsdrápu), og í mörgu því, er Snorri hefir sett í Gylfaginningu Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. III. io

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.