Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Qupperneq 15
í Bisk. 2, 178 eru fimm vísur dunhendar át í
gegn eptir Einar Gilsson (á 14. öld), um kraptaverk
G-uðmundar biskups góða, en dunhendunnar er eigi
vel gætt allstaðar.
Klifað (48) og iðurmœlt^47) eru líkir hættir, nema
hvað hendingar standa tvær og tvær saman í iður-
mæltum hætti, enfjórar og fjórar iklifuðum; iðurmælt
er því fjórsett, en klifað tvísett. þess konar hend-
ingasetningu bregður stundum fyrir, t. a. m. vísan sem
Hrafn kveður i draumi:
Roðit sverð en sverða
sverðrögnir mik gerði
varu reynd í röndum
randgalkn fyr ver handan.
blóðug hykk í blóði
blóðgögl of skör stóðu,
sárfíkinn hlaut sára
sárgammr en á þramma. (Gunnl. c. 13),
en þó er hér eigi allt rétt, því í 3. vísu-orði er skot-
hending, og 3. og 4. vísu-orð gjöra eigi samhending-
ar; 8. vísu-orð er eigi rétt, því afhendingu er eigi
haldið. Hálf vísa iðurmælt er í draumi Stjörnu-Odda:
geirviðr of vá geiri
geirvaldr í klökk þeiri
blóðör sá ek í blóði
blóð stökk um skör þjóða.
Egill byrjar eina vísu eins og hún annaðhvort eigi að
vera iðurmælt eða klifuð:
öl bar mér því at Ölvi
öl gjörir nú fölvan (cap. 44),
en siðan er dróttkveðið. — þegar Ólafur Tryggvason
sagði við Hallfreð, hvort hann mundi „kunna að yrkja
vísu, svá at nefna sverð í hverju vísu-orði“ (Fms. 2,
56), þá kveður Hallfreðr fyrst eins og vísan ætli að