Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 23
23
og ala hann þar, eða að koma honum fyrir hjá öðrum og gefa með
honum (fela inni, selja til framfærslu). Að því er snertir meðferð ómag-
anna, hvort sem þeir vóru hreppsómagar eða aðrir, var það ákveðið, að
bændur skyldu ala þá eins vel og vinnufólk sitt og sjá þeim fyrir fötum,
og varðaði fjörbaugsgarð, ef út af var brugðið. Ætti hreppsómagi svo
illa aðbúð hjá einhverjum búanda, að honum yrði ekki við vært, þá
gat hver sem vildi tekið ómagann að sjer og krafizt tvöfaldrar með-
gjafar af bóndanum. Þegar svo stóð á, að einhver bóndi var ekki svo
efnum búinn, að honum yrði gert að skyldu að ala ómaga heilt ár i
einu, eða ómagarnir vóru ekki svo margir, að þess gerðist þörf, þá var
eldinu skipt niður á menn, þannig að fleiri bændur áttu að ala sama
ómagann, og skyldi hann ganga milli þeirra og dvelja hjá þeim til
skiptis, ákveðinn tima hjá hverjum, eptir því sem hreppstjórnarmenn
tiltóku samkvæmt efnahag hvers búanda. Þetta var kallað að fara i
hrepp og þess konar skiptingareldi för i hrepp, sem var allt annað en
almennt flakk, sem síðar skal getið.
Hvorugum hinum sveitargjöldunum, þurfamannatíund og matgjöfum,
var varið til ómagaframfærslu, heldur einungis til styrktar þurfamönnum.
Þurfamannatíundin var ^/i af hinni almennu lögtíund, sem greiddist
eptir eiðfestu framtali af allri eign, löndum og lausum aurum, og var
hjer um bil 1 °/0 af eign manna, eða, þar sem hinir lögákveðnu vextir
af fje vóru 10 %, um x/io af vöxtunum. Allri lögtíundinni var svo
skipt i fjóra hluti, og fengu þurfamenn einn þeirra, en hina biskup,
kirkja og prestur. Þó átti þessi skipting á tíundinni sjer þvi að eins
stað, að hún öll næmi einum eyri eða meira, og var hún þá kölluð
skiptitíund. Næmi lögtiundin ekki fullum eyri, fengu þurfamenn hana
alla. Hreppstjórarnir (eða sóknarmennirnir) úthlutuðu þurfamannatíund-
inni og ákváðu, bæði hve mikið hver þurfamaður skyldi fá og hver
skyldi greiða honum það, og áttu þeir í þvi efni að fara eptir því, hve
þurfandi hver og einn var. í’urfamannatíundina skyldi greiða í þess
konar munum, er þurfalingurinn gæti notað beinlinis til að bæta úr
skorti sínum, nefnilega: vaðmálum, vararfeldum, ull, gærum, mat eða
kvikfje, öllu nema hrossum (auðsjáanlega af þvi að hrossakjötsát var
bannað). Þurfamannatíundina skyldi greiða á haustin (fyrir Marteins-
messu) eða i síðasta lagi næsta vor, þannig að hver einstakur gjaldandi
greiddi hana beinlinis þeim þurfamanni í hreppnum, er sóknarmenn höfðu
til tekið. Vanalega fengu þeir einir hlutdeild i þurfamannatíundinni, er
bjuggu í sjálfum hreppnum, en hreppsþingin gátu þó samþykkt að veita
ibúum annars hreppsfjelags hlutdeild í henni, ef þeim virtist brýna nauð-
syn bera til, af því að þeir væru svo frámunalega bágstaddir.
Matgjafirnar stóðu i sambandi við föstu þá, er halda átti þrjá