Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Page 36

Eimreiðin - 01.01.1898, Page 36
36 einskonar toppsegl, sem þeir drógu upp á knerri sínum. Úr hon- um sjálfum gjörðu menn skröksögupersónu, er átti í brösum við djöfulinn, en bar þó jafnan hærra hlut. Hinn ástsælasti maður nútímans, og ef til vill fremsti önd- vegishöldur þjóðarinnar, er aptur skáld, litlu yngra en Shelley og Byron, Henrik Wergeland. Hann er einn af hinum stórfeldu óðskáldum heimsins, en frægð hans, sem orti á tungu svo fá- mennrar þjóðar, sem vjer erum, varð »örn við bjargið bundinn.« En öllum, sem þessa tungu læra til að komast niður í hinum nýju bókmenntum hennar, — það, sem fyrst ber þeim fyrir augu, er hvíta seglið hans, og logandi fáni í tíbrá yfir því. Hann er holl- vættur nýnorska skáldskaparins, eins og hann er hollvættur þjóð- arinnar. Draumar hans eru einkadraumar vors unga frelsis. Allt, sem í því er auðugt af fyrirheitum, hefir fyrst fengið búning hjá honum, eða hann hefir spáð því fyrir, eða gefið þvi blessun sína. Hann dró landslagið upp; svo bætum vjer við, þar sem hann hætti. Hafi sú þjóð, sem býr í hrjóstrugu landi, er hún verður ár hvert að leggja undir sig á ný, ekki sigurvegarans örugga hug- rekki, geti hún ekki flutt boðskap hollrar siðkenningar og traustr- ar trúar á lífið, — þá er ekki góðs að vænta. Hafi nýnorsku bókmenntirnar upp á síðkastið framleitt sitt af hverju, er óheilbrigt mætti virðast, þá ber þó þess að gæta, að hjá minniháttar rithöfundum hefir þetta átt rót sína að rekja til óhollra útlendra áhrifa; en hjá einum mikilhæfum höfundi, sem allir kannast við, er þetta eigi fyrir sjúkleika sakir, heldur er það beizkt meðal; það eru andmæli gremjufulls anda, sem heldur upp á sa-mveikislækningaraðferðina. En yfir höfuð eru bókmenntirnar heilbrigðar og glaðar í bragði. Einmitt hinir síðustu, sem nú eru á uppsiglingu og eru svo atkvæðamiklir, að vjer höfum ástæðu til að vænta margra á eptir þeim (í bókmenntum endar sem sje aldrei neitt tímabil á atkvæðamönnum), einmitt þeir eru hraustir eins og fuglinn í loptinu og fiskurinn í sjónum. Og það sem með rangnefni er kallað »þjóðkveðskapur« (rjett eins og »þjóðkvæði«, og »þjóðlög« væru ekki að efni og formi verk einstakra manna, engu síður en hver annar skáldskapur) — hve auðugur er sá skáldskapur eigi af tápmiklu jafnvægi um leið og hann er svo óumræðilega einkennilegur. í sumum æfintýrunum er eins og vjer værum staddir í stórum skógi og heyrðum þar bergmál lífsins umhverfis, glettnisfullt, en þó andríkt. í öðrum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.