Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 37
37
sjáum vjer tröll renna sjer á sleða niður eptir hæsta íjalli Noregs.
I sumurn sjáum vjer hælislausar mannssálir flögra yfir skerjum
hafsins og kringum þau, og enn eru æfintýri, sem anda að þjóð-
inni endurminningum um land, þar sem sól skín í heiði um
alla eilífð. En vonleysi, ömurlyndi eða væskilsleg viðkvæmni er
ekki í einu einasta þeirra. Hjer er enginn lífshrollur, er ekki
verði yfirstiginn. Djöfullinn í þessum æfintýrum er mesti ólukkans
aulabárður, og sorgirnar hjaðna í þeim sem dögg fyrir sólu. I »þjóð-
lögunum« (sama heimskulega orðið) kennir sama heilnæma sval-
ans. Stundum heyrist talað um, að þau sjeu þunglyndisleg, en
það skil jeg ekki. Alvaran, hreinsuð í höndum listarinnar, er þó
naumast þunglyndi í augum annara en þeirra, er sjálfir hafa óbeit
á skyldum lífsins og þeim blæ, er þær einnig varpa á listaverkin.
Norska þjóðin hefir aldrei verið kúguð; þessu mun það að
nokkru leyti að þakka, að það, sem hún hefur ósjálfrátt látið til
sín heyra, hefur á öllum öldum haft yfir sjer hraustleikabæ. Einu
sjúkleiksmenjarnar, sem eymir eptir af hjá þjóðinni, eru eptir fá-
tæktina og oftrúna (pietismen). Hjer hafa bókmenntirnar verið
sem góður læknir, einkum við hinu síðarnefnda.
Jeg slæ því þá föstu sem staðreyndum hlut, að í bókmennt-
um og listum hefur hin ötula framganga þeirra, er upp hafa byggt,
borið frægan sigur úr býtum, eins og líka verður að vera hjá
hverri heilbrigðri þjóð. Þungbúin þrjózka, hinn tannhvassi efi,
og eiturhvæsandi háðið má ekki ráða lögum og lofum. Þrótt-
mikill andblástur einstaklingsins móti lögum og landsvenjum rnundi
eigi verða hentugur gangráður, væri hann ekki í minnihluta. Enn
er hinn rauðskeggjaði Þór höfuðguð i Noregi.
Tvennt er það, sem opt má heyra norsku bókmenntunum
allmjög álasað fyrir. Ekki einungis rómönsku þjóðirnar •—• sem
ólíkt þjóðerni gjörir erfiðara fyrir — heldur og frændþjóðir vorar
fræða oss um, að bókmenntir vorar sjeu óljósar, að það sje »þoku-
blær« yfir þeim. Það lítur út fyrir að meginlandið haldi, að fjall-
löndin sjeu þokusæl! Nei, þokan kemur af höfum og stöðuvötn-
um; á láglendinu er þokusamt; fjöllin loka þokuna úti og halda
uppi heiðviðri. Þess vegna er líka ímyndunarafl sljettubúanna
auðugra af tilbreytingum lita og skugga, hugmyndaflugið er glæfra-
legra, reikulla, æfintýralegra. Hjá fjallaþjóðunum er það fastara í
rásinni, en yfirgripsminna. Imyndunarafl þeirra er ekki yfirgrips-
mikið, en því meiri er meginþróttur þess, sú list, er af því sprett-