Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 44

Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 44
44 alls ekki leikkynjuð, heldur sögur. Einhvern tíma, þegar allt stendur sem hæst, segja persónurnar þeim, er við á, frá sjálfum sjer. Það má svo að orði kveða, að þær spinni æfiþráð sjálfra sín úr því, sem þær eru að segja. Því nær öll sú hugaræsing, sem leikritið vekur, tekur að snúast um að fá að vita, hver það sje, sem segir frá, og hverjum sagt sje. Það fáum vjer sem sje ekki að vita, fyrri en jafnóðum og líður á söguna, sem við og við verður hije á, er eitthvert atvik kemur fyrir, sem svo heldur sögunni áfram. Vjer sitjum frammi fyrir dómstóli, sem er að spyrja og rannsaka, þar sem um lxf og dauða er að tefla. Þess vegna er það, sem sagt er, svo þýðingarmikið, þess vegna megum vjer einskis orðs missa. Hjer er þá loks um meira að ræða en það, hvernig Jiann fjekk hana, eða hversu það atvikaðist, að hann fjekk hana ekki. En á þess konar búningi er óneitanlega eitthvert affarasnið; það verða varla margir, sem feta í hans fótspor. Og þar við bætist, að hinn loflegi skilningur hans á þeim, sem ólánssamir eru (þar á meðal á glæpamönnum), og hatur hans á hinu samseka þjóðfjelagi glepur honum svo sjónir, að hann verður órjettlátur, eða jafnvel grimm- ur, þá verður það opt sáróþægilegt að vera viðstaddur, þar sem þessi -málsrannsókn og sjálfsframburður fer fram. Svo mjög sem vjer þörfnumst að vera minntir'á það, að þeir sem lögin brjóta, eru opt meira verðir en þeir, sem dæma, — þá viljum vjer þó einnig sýna þeim rjettlæti. Þeir verða að njóta sörnu raungóðu viðleitninnar á að skilja þá rjett. Einkum þeir, sem verða að gjalda afbrota hinna og eru með öllu ósekir um ólán þeirra. En ein- mitt þessir menn verða stundum fyrir spotti hans. Hann dregur úr vexti þeirra, til að gjöra hina þeim mun stærri. Hjer erum vjer komnir að nokkru, sem að líkindum verður smámsaman almennings álit: svo glöggur sem skilningur hans á lífinu kann að vera, þá jafnast hann þó ekki við tilfinningaríki hans og listsnilli. Hugsun leikritaskáldsins kemur vist ljósast fram í sálarlífslýsingum þess, og þær hvíla ekki altjent á föstum grund- velli hjá Ibsen. Bygging leikritsins er ætíð óviðjafnanleg — þannig er t. d. um »Brúðuheimilið«; en grundvöllurinn, sem það hvílir á, er mjög veikur, sem sje að Nóra (sem lýgur, og hver er kænni en þeir, sem Ijúga?) skyldi ekki vita, hvað víxilfölsun væri. Gang- urinn í »Villiöndinni« byggist, svo sem kunnugt er, á því, að hinn fjórtán ára gamli píslarvottur trúi föður sínum, sem naumast get- ur satt orð talað. Nú vitum vjer, að enginn verður þess fljótar

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.