Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Side 55

Eimreiðin - 01.01.1898, Side 55
55 býr yfir, — þess konar gáska, sem aðeins getur átt sjer stað hjá þeim, sem stendur hátt og horfir niður fyrir sig, »og opt hlær til þess að gráta ekki«. Jeg vildi tilfæra eitt einasta dæmi úr norskum bókmenntum. Jeg tók það hjá honum, af því að hann er sá, sem hefur orðið fyrir órjettinum. En lífið verður að skoðast frá öllum hliðum. Hjer kemur einn mikill rithöfundur, hann er ættaður af Vesturlandinu, og hefur ætt hans búið við þröngan kost, hrakin afhafinu og hrjáð aftrúar- grillum og þröngsýnu ofstæki; sú ætt hefur sjálfsagt ekki lært að líta á lífið frá hærri sjónarhól. Sjálfur byrjaði Arne Garborg sem hálfsmeykur trúmaður, en þó efablandinn; svo gjörðist hann efun- armaður, en trúði þó, þ. e. a. s. efaðist um efasemdir sínar, — unz hann lenti í því, sem nú er efst á baugi, dulspekinni. Án þess að fara með öfgar, má því svo að orði kveða, að hann hafi brugðið sjer hringferð gegnum lifið. Sú liking, sem helzt mundi eiga við, þegar um þenna móttækilega, síleitandi, róvana anda er að ræða, væri líklega að jafna honum við formann á dökkrenndri, örskreiðri gæzluskútu. Jafnskjótt og eitthvað ber útaf, er hann þar kominn tortrygginn og tannhvass. Það er athugasemdasnið á ritum hans. Orðalagið er lipurt og athugasemdirnar falla eðlilega og látlaust. Það er eins og óvenjulega glöggt auga horfi þar hæðn- islega á oss; en á næsta augnabliki getur það verið góðlátlegt, jafnvel hlýlegt. Hann er meistari í að gjöra athugasemdir og lætur það betur en nokkrum öðrum á voru máli. Hans mark og mið er að veita öllu því, sem kemur og fram hjá fer, leiðbeining sína, ráð sín og dóm sinn; sá dómur getur verið rangur (og það er hann vist opt og einatt, jafn óstyrkur og óákveðinn, jafn forgeðja og hann er, og jafn mörg aukaerindi og hann því verður að inna af hendi); en hann er svo kjarnmikill, að hann læsir sig fastan í huga manna; vjer verðum að dragast með hann, unz vjer höfum táið hann upp og fleygt honum frá oss, eða unz hann er orðinn að nýju afli í oss. Athugasemdin er einkar stutt; en það getur lika teygzt svo úr henni, að hún verði að ritgjörð, eða jafnvel að kvæði eða sögu. Það, sem honum einmitt bjó í brjósti á því skeiði lifs síns, virtist honum koma bezt niður, þar sem því var ætlað, á þann hátt. Enda þótt hans hljómþýðu vísur og hárnæmu lýsingur sjeu ekki fósturjóð þeirrar gagntekningar og sálarstríðs, sem skapar og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.