Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Side 67

Eimreiðin - 01.01.1898, Side 67
67 ber of mikinn keim af gömlum helgisögum; og verð jeg að telja þetta miður heppilegt í kvæðum, sem fyrst og fremst eiga að vera biflíu- myndir í ljóðum. Kristnir menn ættu ætíð að gæta þess vel, að blanda ekki frásögum n. t. saman við slikar sagnir. -— f*á get jeg ómögulega fellt mig við kvæðið: »Jesús í Getsemane«; hafi höf. misteldzt með nokkurt af kvæðunum, þá er það þetta. Guðspjallamennirnir segja svo frá, að Jesús hafi gengið með lærisveinum sínum, kveldið siðasta fyrir andlát sitt, yfir Kedronslæk inn í Getsemanegarð; þetta var eptir inn- setning heilagrar kveldmáltiðar og eptir að hann hafði flutt þeim hin undurfögru, huggunaríku og friðarfullu kveðjuorð, er Jóhannes guðspjalla- maður segir frá í 14., 15. og 16. kap. guðspjalls sins, og eptir að hann hefir beðið hina dýrðlegu bæn fyrir 'lærisveinum sínum og þeim, er mundu trúa á hann fyrir þeirra orð (Jóh. 17). En er hann er kominn inn i garðinn, byrjar hið mikla og ákafa sálarstrið hans; sál hans er hrygg allt til dauðans og sveitadroparnir falla sem blóð á jörðina. Prír lærisveinarnir eiga að vaka með honurn, þeir þrir, er stóðu hjarta hans næst, en þeir eru þá svo yfirkomnir af harmi, að þeir geta með engu móti vakað, heldur sofna. Þetta er sálarfræðislega sjeð náttúrlegt. En mun það sennilegt, að þá nú dreymi þýðingarmikla drauma, er þeir svo fara að segja frelsaranum, hver eptir annan, þegar hann kemur til þeirra og kvartar yfir því, að þeir geti eigi vakað með sjer? Eptir lýsingu síra V. fer Pjetur jafnvel að skora á hann að vera kátan, því að enn geti greiðzt úr öllu. Slíkt er eigi að eins sálarfræðislega ónáttúrlegt, heldur kemur og mjög í bága við frásögu n. t. Hryggðin og kvíðinn, já, sorg, sem nálgaðist örvæntingu, hafði gagntekið hjörtu þeirra, svo að þessir draumar eiga næsta illa við. Pað er eins og þeir, eptir lýs- ingu Biflíuljóðanna, alls eigi skilji, hvað hjer fer fram. Hjer hefði sann- arlega farið betur á því, að höfundurinn hefði eingöngu tilfært orð guð- spjallanna. Stór galli finnst mjer það og á kvæðinu »Boðun Maríu«, að höf. lengir samtal engilsins við Maríu mey. Nýja testamentið lætur efasemdir Maríu þagna við þessi orð engilsins: »Heilagur andi mun koma yfir þig og kraptur hins æðsta mun yfirskyggja þig« o. s. frv., þvi að guði sje enginn hlutur ómáttugur. Með öðrum orðum: María beygir sig í trú fyrir hinum guðlegu orðum, þótt hún skilji ekki, hvernig þetta sje mögu- legt. Á þennan hátt veita mennirnir ávallt, eptir lýsingu ritningarinnar, guðs opinberun móttöku. Pað er einmitt hið háleita og mikla við trúar- betjur allra alda, að þær hlýða guði, þótt þær sjái ekki nje skilji. En sira V. lætur engilinn halda alllanga ræðu fyrir Maríu, sem á að sann- færa hana um, að það sje svo margt í heiminum, sem menn skilji eigi i, og fyrir þvi sje boðskapurinn, sem hann hafi henni að flytja, alls eigi ótrúlegri en svo margt annað. Höf. rýrir þannig trúarhlýðni Maríu, þótt hann sjálfsagt hafi eigi ætlað sjer það. — Mjög lík hugsun kemur fram i kvæðinu »Draumur Jósefs«. Höf. lætur engilinn eigi að eins flytja Jósef skipun Drottins um að flýja með barnið til Egyptalands, heldur lætur engilinn fara mörgum orðum um ýms af mikilmennum Israels- þjóðar, er orðið hafi að flýja á hættunnar tíma; sjálfsagt til að sannfæra skynsemi Jósefs; aptur þessi sama hugsun, næsta ólik frásögum biflíunnar, 5*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.