Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Side 77

Eimreiðin - 01.01.1898, Side 77
77 óefað bezta sagnaskáldið okkar, sem nú er á Hfi, og gæti sem slíkur gert þjóð sinni stórmikið gagn, ef honum yrði gert mögulegt að beita kröptum sínum til þess. Því enginn hefur önnur eins tök á að laga hugsunarhátt þjóðarinnar eins og sagnaskáldið. En ætli verði ekki líkt farið með hann og Gest heitinn Pálsson. Þegar hann blásnauður sótti um lítilfjörlegan styrk til alþingis, til þess að geta haldið áfram að rita sögur sínar, þá var honum neitað um þetta og hann hrakinn af landi burt til Ameríku, þar sem hann dó í hálfgerðu volæði. En nú, þegar búið er að þýða sögur hans á mörg önnur mál og heimsfrægir höfundar dást að þeim, — þá sjá menn fyrst, hvílíkt glappaskot menn hafa gert! JÓN ÓLAFSSON: LJÓÐMÆLI (1866 — 93). 5- útgáfa aukin. Rvík 1896. Fyrsta útgáfan af kvæðum þessum kom út á Eskifirði 1877 og seldist á fám ár- um. Önnur útgáfa þeirra var prentuð í Winnipeg 1892, en glataðist skömmu síðar í húsbruna, og eru kvæðin því nú gefin út í þriðja sinn. Eru í henni flestöll hin sörnu kvæði og í 1. útgáfunni, en við bætt rúmum fjórðungi íram yfir það, sem var í henni. Er þetta safn alls 216 bls. í litlu broti, en drjúg- lega prentað, og fylgir mynd höfundarins kvæðunum. Óviðkunnanlegt er það og miður heppilegt, að athugasemdir og skýringargreinar eru opt með sama letri og sjálfur texti kvæðanna (t. d. á bls. 67—70 o. s. frv.). Annars er hinn ytri frágangur allgóður, þó hann hefði auðvitað getað verið betri, og mörg kvæð- anna átt skilið, að svo hefði verið. Jón Ólafsson hefur aldrei verið við eina fjölina felldur, og þetta lýsir sjer líka í kvæðum hans. Þar kennir margra grasa, er sýnir fjölhæfni hans og marg- breytni. Hann er nokkumveginn jafnvígur á allt, hvort sem hann kveður alvar- leg kvæði, ástaljóð, minningarljóð, herhvatir, vandlætingakvæði, eða fyndin gaman- kvæði og hálfgerð níðkvæði. En þó er mikill munur á því, hve vel honum tekst upp. Langbezt eru þau kvæði, sem hann hefur hveðið um tvítugt eða þar um bil; frá hinum síðari árum eru engin kvæði, er komist til jafns við þau. Þó hann sjálfur kunni að álíta (sbr. eptirmálann), að sum þeirra (t. d. »Til gamals manns«, »Ný BjarkamáU, »Ættjarðarminni Vestur-íslendinga«, og »Opið sendi- brjef«) sjeu jafnokar eldri kvæða hans af líku tægi, þá er það ekki svo. I kvæð- um þessum eru að vísu framsettar margar snjallar og ágætar hugsanir; en þau eru rniklu fremur þarflegar hugvekjur, en hrífandi skáldskapur. Þau eru ávöxtur af glöggskyggni og rólegri, skynsamlegri yfirvegun, en vantar þennan ósýnilega neista eða tundur, sem læsir sig inn í hug og hjarta lesandans og hrifur hann með. En þessi neisti er einmitt í mörgum af hinum eldri kvæðum hans. Frá þeim streymir eins konar rafmagn yfir í lesandann, sem hleypir titringi í taugar hans og æsing í blóð hans. Munurinn liggur auðsjáanlega í því, að hin eldri kvæði eru kveðin af miklu dýpri og sterkari tilfinning og hafa því einnig meiri áhrif á tilfinning lesandans. En það er alkunnugt, að tilfinningin er langt um sterkara afl en skynsemin. Og einmitt af því að skáldin hafa betri tök á tilfinn- ingunni en flestir aðrir, einmitt þess vegna geta þau haft meiri og víðtækari áhrif en aðrir. Tilfinning Jóns Ólafssonar kemst ekki á hæsta stig í ástaljóðum hans eða saknaðarstefjum, heldur einmitt í hinum »pólitisku« kvæðum hans, ef svo má kalla. Og þau eru líka hans beztu kvæði. Þessi kvæði (t. d. >íslendinga- bragur«, »Kveðja til íslands« (I—II), »lslendingahvöt«, >Áfram«, »Tíðamót«, »Eldgosið«, »Til þjóðfundarmanna á Þingvelli« o. s. frv.) hafa óefað haft mikla þýðingu og mikil áhrif á hinn uppvaxandi æskulýð landsins. Um það geta þeir borið, sem hafa lesið þau ungir. Það geta verið skiptar skoðanir um það, að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.