Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 20
i8o gaum. 0hlenschláger kveður svo að orði: »í dag er allur smá- sálarskapur að velli lagður, því að skothriðin á Konungadjúpi hef- ur leyst landið úr döprum dróma, og vakið anda forfeðr- anna af fastasvefni. — Helg þögn hvílir yfir borginni; ekkert verður til að rjúfa hana nema dimmgjallandi þrumuhljóð fallbyss- anna. Brandur er rekinn fyrir hverjar búðardyr, og ekkert það lætur til sín heyra, er minni oss á lífsnauðsynjar«. Og enn segir hann: »Það kvað við hægfara, djúpróma þruma, jörðin skalf, mosavaxnir bautasteinar bifðust og haugar fornhetjanna, er farnir voru að siga i jörð, lyptust upp á ný. Þá stigu fram Skjöldur og Fróði, Sveinn, Knútur og Valdimar, væddir eirbrynjum; þeir bentu á ryðblettina, er blóðið hafði eptir látið á sverðum þeirra og skjöldum, ■— og hurfu. En í dimmu, gotnesku hvelfingunni tók fáninn forni, er gnæfði yfir beinum hetjunnar, að lemjast um af sjálfsdáðum, svo geyst sem af stormvindi skekinn; og sverðið gall við hátt í koparkistu Kristjáns fjórða«. o. s. frv. Það var þó strax einhver annar keimur að þessu en drykkju- vísum urn vín og ástir, vináttu og borgaralegar »dyggðir«! — En svo kom árið 1807, er landið missti flota sinn, og því næst hvert eymdar og ófriðarárið á fætur öðru allt fram að 1814; og þá tók ekki betra við, því þá fór ríkissjóðurinn á höfuðið og Noregur gekk undan. Grundtvig leggur ellihrumum öldung, sem á að tákna Danmörk, þessi orð í munn: »Jeg átti son, —■ það var þróttur; jeg átti hreina og fagra dóttur, — það var skírlíf auðmýkt. Hvar sem báran ljek í austri eða vestri við strendur framandi lands, þá bar hún nafn mitt á baki sjer, og í hinum háreistu marmarahöllum titraði bleyðin af ótta. N ú hreykir Bretland sjer drembilega á hinum breiða bekk sem drottning hafsins, en sú var tíðin, að hún lá fjötruð járnum við fætur mínar.«-----------Þá fóru menn að leita burt frá hinu kaldranalega, hrjóstruga hversdags- lífi til draumalandsins fagra og grjetu sínum göfgustu tárum yfir »ljósenglaljóðum« Ingemanns. — En við Danir erum nú einu sinni ekki svo sjerlega mikið gefnir fyrir að gráta, heldur trúum manna mest á orðtækið »jafnan kernur skin eptir skúr«, enda varð þess ekki langt að bíða, að brosið gægðist gegnum tárin, þegar Hei- berg hóf ljóðsöngvaleikrit sín. Nú fór hka að rætast úr tímun- um, og menn áttu öruggu og rólegu lífi að fagna undir hlífi- sprota hans hátignar Friðriks sjötta, eptir að friðarspillirinn mikli,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.