Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 21
181 er um langan tíma hafði borið ægishjálm yfir allri Evrópu, loks var hnepptur í hald á eyðieyju út í reginhafi. Langt í austri gat að líta, hversu gamla Hellas reisti við að nýju, hversu fegurðin og hugsjón hinnar rjettu trúar vann sigur á hroðanum og hinni hvumleiðu vantrú. Við höfðum líka sjálfir, — eða rjettara sagt ágætismaðurinn Thorvaldsen fyrir vora hönd, — stutt að því að endurreisa hið fallna ríki fegurðarinnar. En við höfðum sjálfir — og það var okkar mesti metnaður — grafið fram úr myrkrunum nýjan, þjóðlegan heim, sem allflestum þótti ekki minna í varið að fegurð og auðgi en hinn hellenska; það var fornöld vor, fegursti og frægasti tími í sögu norrænna þjóða, áð- ur en fjandskapur og flokkadrættir skiptu því ríki, er tengt var svo nánum sifjum, í tvo andstæða hluta. En að eins fimtán árum eptir að Sviþjóð hafði svipt okkur Noregi, setur stórskáld Svía, Tegnér, lársveig um enni 0hlenschlágers í dómkirkjunni í Lundi — þar sem erkistóll Dana hafði staðið fyrir eina tíð —■ og mælir svo feldum orðum: »Skaldernas Adam ár hár, den nordiske sángarekungen Tronarfvingen i diktningens verld, ty tronen ár Goethes.-- Söndringens tid ár förbi (och hon borde ej funnits i andens Fria, oándliga verld), och beslágtade toner, som klinga Sundet utöfver, förtjusa oss nu, och synnerligt dina. Derföre Svea Dig bjuder en krans, hár för jag dess talan: Tag den af broderlig hand och bár den til minne af dagen*.1 Og þær hugsanir, er hjer komu fram, efldust og styrktust; þær breiddust brátt út um öll Norðurlönd og áttu ekki að eins heima í »hinum frjálsa andans heimi, er engra takmarka kennir«. Það voru hugsanir, er sættu eigi neinum verulegum hnekki fyr en 1864, og þá líklega að eins um stundarsakir; það voru hugs- anir, sem urðu mikils góðs og ef til vill líka mikils ills valdandi, því að óðar en að komið var í nöp með Dönum og Þjóðverjum, þótti mönnum sem Norðurlönd væru upphaf allra góðra hluta og fátt að nokkru nýtt, sem ekki var þaðan runnið. Samþýðis- 1 Þ. e. Hjer stendur þú Adam skáldanna, konungur norrænna þula, erfingi að hástóli skáldríkisins, því að hann skipar nú Goethe. Osáttartíminn er úti (og slíkt hefði aldrei átt að eiga sjer stað í hinum frjálsa andans heimi, er engra takmarka kennir); og náskyldir tónar berast handan um sundið og töfra oss nú, einkum þínir. Þess vegna býður Svíþjóð þjer þennan sveig og mælir fyrir minn munn: Þigg hann af bróðurhönd og ber hann til menja um þennan dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.