Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 60
220
»Nœturvörðinn« o. fl. Seinasta bók hans nefnist »Hamingju-Hrólf-
ur« (Lykke-Per); hann segir þar frá ungum manni, hvernig hann
nær fullum andlegum þroska; mikið af því á eflaust töluvert skylt
við Pontoppidan sjálfan og hvernig honum hefur vaxið fiskur um
hrygg.
Vera má að sumum þætti gaman að sjá, með hve hröðum
og handvissum dráttum Pontoppidan getur dregið upp myndir af
mönnum, — mönnum, sem eru jartegnan málefna. — Jeg ætla að
taka hjer til dærnis dálitla mynd, er hann hefur gjört aí núlifandi
manni, svo að því hægra sje að
dæma um, hve vel hún hefur
tekizt. Pað er kafli úr sögunni
»Fyrirheitna landið« þar sem
höfundurinn segir frá greptrun
lýðháskólastjóra nokkurs: »Jafn-
vel eitt af stórskáldum Norð-
manna, sem um þær muridir var
að ferðast um í Danmörku og
halda fyrirlestra, — jötunmenni
að vexti, með mikið leikara-
hár, arnarandlit, gleraugu og
hvítt slipsi —, var þangað komið,
mönnum til mikillar gleði; allra
auga störðu undrandi á þennan
tígulega, hátalaða mann. Hvert
T T sem hann gekk, flykktist fjöldi
JOHANNES JÖRGENSEN.
manns um hann og hlýddi hnr-
inn á orð hans; einkum var þó Níels og nokkrir aðrir ungir menn
í hælunum á honum meir en góðu hófi gegndi; þar kepptist hver
við annan að verða sá útvaldi, er mikli maðurinn klappaði á
herðarnar um leið og hann talaði. »Já, hjer er fagurt umhorfsl«
kvað við frá honum langar leiðir á snjöllu og hreimmiklu máli.
»Það er gróðurinn hjá ykkur hjerna syðra, — það sje jeg í dag!
En þið eruð líka hinn forni jarðvegur andlegs lífs á Norðurlönd-
um, því rnegið þið ekki gleyma! En við þarna nyrðra erum ungir
nýlendingar. Og svo höfum við þvilík feikn af fjöllum,............
o, þvílík feikn af fjöllum!« — Skyldi nokkur hafa lýst Björnstjerne
Björnson betur, því að sá er maðurinn, þótt nafnið vanti.