Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 15
175
»til þess að geta sætt sig við lífskjör mennskra manna«; hann
hafði svo gjörsamlega lagt árar í bát, brugðizt sinum betra manni
og svikið sjálfan sig, að hann var orðinn að lokum hreinn og
beinn garmur. »Adam Homo« er ekki einungis merkisrit i skáld-
legu tilliti, — menn, sem vit hafa á, hafa látið sjer þau orð urn
munn fara, að orsökin til þess, að fleiri þekki »Don Juan« eptir
Byron en »Adam Homo«, sje engin önnur en sú, að Danmörk
er lítið land og dönsk tunga að eins á fárra manna vörum, en
England aptur á móti
voldugt ríki og mál
þess kunnugt víða um
heim, — heldur hefur
hann einnig afarmikla
þýðingu í sögu bók-
mennta vorra, því að
með honum »heldur
hlutsæisstefna (Rea-
lisme) í bundnum sögu-
stýl innreið sina í
Danmörk«, eins og
Georg Brandes kemst
að orði, »en mætir
allillri móttöku«, því
að »menn áttu ekki
svo djarflegri fæðu að
venjast og voru áður
vanir að þiggja jafnan
boð af Paludan-Múller
til guðamáltíða á O-
lympsfjalli; sumtf.mnst
þeim hraparlega hneykslanlegt, sumt alltof hversdagslegt«; — menn
sögðu, »að margt væri að vísu fallegt í »Adam Homo«, en frá-
sögnin væri alltof Íangdregin og dveldi um of á lægri, fegurðar-
vana stöðvum, þar sem skáldin, eins og kunnugt er, eiga í raun
og veru alls ekki heima«. — Vjer sjáum þannig að á fimmta tug
aldarinnar berjast menn af einskæru skilningsleysi gegn framkomu
hlutsæisstefnunnar, og það er eins og inngönguversið að baráttu
rómönzku stefnunnar gegn nýjungum þeim, er tóku að ryðja sjer
til rúms á árunurn 1870—80; vjer sjáum ennfremur að Paludan-