Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 52
212 hjelt áfram »skólakennarabókmenntunum«. Af rómönzku stefn- unni gömlu fara nú líka að spretta upp nýir, töfrandi fagrir frjó- angar, og mjer er nær að halda að fáir haíi betur hitt þýðasta hreiminn í hinu mjúka máli voru en Ernst von der Recke í erindinu því arna: »Hörer du, Elskede, vágn under Lin. Min Fred du mig bringe! Ikke mig lyster den skummende Vin Fra Mosel og Rhin. Bring mig din Rosenkind fager og fin, Læg den til min. Hid er jeg flöjen med Ud underVinge.*1 Þessu næst er að gefa gætur að, hversu rithöfundar vorir á áttunda tug aldarinnar halda fram þeirri braut, er »forbrotsmenn- irnir« um miðbik aldarinnar höfðu brotið, og hversu þeir jafn- framt breyta stefnunni. Sjerstaklega ætla jeg að taka til meðferðar þrjá unga höfunda, sem allir eru fæddir á árinu 1857. Þá er fyrst að nefna Karl Gjellerup. Hann lagði upphaflega stund á guðfræðisnám, en meðan á því námi stóð, hneigðist hugur hans smámsaman til skynsemistrúar, og í fyrstu ritum sínum kemur hann fram sem hreinasti prestahatari. Hann er dálítið brot af vís- indamanni, enda ber það eigi allsjaldan við að þurdrumbslegum og stirðbusalegum vísindabýfum bregður fram í miðju kafi bæði í sögum hans og ljóðum. Onnur eins orð og t. d. »Hjernemasse« (heilaþykkn), »Ködfibre.« (holdtrefjar), »Nervetráde« (taugastrengir) og »Blodkar« (smáæðar) eru — að minnsta kosti enn sem kornið er — eigi sjerlega smekkleg í skáldskap. Hann hefur frá upphaíi vega sinna verið offrekjumaður mikill (radikal) og hlutsæismaður frá hvirfli til ilja og jafnan hefur hann verið helzt til mærðar- mikill og þunglamalegur í ræðu og riti. Skömmu eptir 1880 gaf hann út heljarlanga skáldsögu, er nefndist i>Lærisveinn 'pjóðverja«; sú bók vakti mikla eptirtekt, sumpart vegna þess að ýmsir lifandi menn voru þar teknir til fyrirmyndar, og þar á meðal guðfræðis- kennari einn við háskólann, og sumpart vegna þess, að Gjellerup hefur þar hvað eptir annað til skýjanna andlegt líf og menntun 1 Þ. e. Heyrðu hjartkæra mær, vakna þú und líni; færðu mjer friðinn minn! Jeg hiröi ekki um freyðandi vín frá Mosel og Rín. Kondu með mjúka, rósfagra vangann þinn, leggðú hann við minn. Hingað er jeg floginn með eld undir vængjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.