Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 39
ars staðar, svo sem í leikritunum »Einu sinni var —« og »VöL undur smiður«. Drachmann er óðskáld í hverja taug. Jafnvel þegar hann ritar í óbundnum stýl, streymir mál hans sem óður og hrífur sem óður. Lesið t. d. frásagnir hans um Suður-Jóta og baráttu þeirra fyrir dönsku þjóðerni í sögunni »Handan af mœrum«, lesið hinar óviðjafnanlega snjöllu og hnittnu lýsingar hans á lífi danskra sjómanna í »Upp á œru og trú sjómanna«, eða þá þessa heljarlöngu listamannssögu hans. »Ofurseldur —« og dæmið svo sjálfir! Það er engin furða þó að finna megi sora innanum hrein- málminn í öllum þeim aragrúa af ritum, er Drachmann. hefur látið eptir sig liggja; það má finna þar margt maguryrði og helzt til mikið af djöflagali og fúkyrðum. En þeim manni, er hefur látið svo margt gott frá sjer fara, ættu menn þó að geta fyrirgefið býsna mikið, jafnvel af hortittum, ef nauðsyn krefði. Drachmann er borinn og barnfæddur í Kaupmannahöfn og ber þess að mörgu leyti menjar í skapsmunum. En það eru ekki státstrætin með þeirra gögnum og gæðum, er skap hans minnir oss á, heldur sá hluti Hafnar, er blasir ber og opinn við Sundinu. Hann er, sem almennt er um Hafnverja, fljótur til að verða hrif- inn, fljótur til að skipta um stefnu og er því ekki sem staðfast- astur í skoðunum. Mjer mundi ekki koma á óvart, þótt Schan- dorph kallaði Drachmann, ef hann á annað borð vildi hnýta nokkuð í vin sinn, »helzt til hávan í hófi á framfótunum, og helzt til óstyrkan í apturfótunum«. Öðru máli er að gegna um Schandorph sjálfan. Hann er fæddur í Ringsted, kauptúni einu á Sjálandi, og er sem runninn úr skauti sjálenzkrar moldar, feitur og fjáður vel, glaður og bros- andi, háttprúður og hnellinn á velli og jafnlátlaus sem sú jörð, er hann er borinn af. Hann er þannig gjörður að eðlisfari, að hann eins og ósjálfrátt hvetur oss til að njóta, til að njóta alls þess, er móðir jörð hefur fram að bjóða úr skauti sinu. Hann hallar sjer makræðislega aptur á bak á legubekkinn og brosir dátt að öllu skýjaflögri og smekkleysum. Hann hefur þessa hispurslausu og heilnæmu skoðun á lífinu, sem dönskum bændum er eiginleg, og hún ein er þess valdandi, að hann elskar allt hið sanna og verð- mæta, og á ekki lygi og slefuhætti, mergsviknum glamuryrðum, »bumbubarsmíð« og steigaralátum öðru að miðla en hjartanlegum hlátri. Hann hefur á sjer þennan alkunna yfirlætisbrag danskra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.