Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 39

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 39
ars staðar, svo sem í leikritunum »Einu sinni var —« og »VöL undur smiður«. Drachmann er óðskáld í hverja taug. Jafnvel þegar hann ritar í óbundnum stýl, streymir mál hans sem óður og hrífur sem óður. Lesið t. d. frásagnir hans um Suður-Jóta og baráttu þeirra fyrir dönsku þjóðerni í sögunni »Handan af mœrum«, lesið hinar óviðjafnanlega snjöllu og hnittnu lýsingar hans á lífi danskra sjómanna í »Upp á œru og trú sjómanna«, eða þá þessa heljarlöngu listamannssögu hans. »Ofurseldur —« og dæmið svo sjálfir! Það er engin furða þó að finna megi sora innanum hrein- málminn í öllum þeim aragrúa af ritum, er Drachmann. hefur látið eptir sig liggja; það má finna þar margt maguryrði og helzt til mikið af djöflagali og fúkyrðum. En þeim manni, er hefur látið svo margt gott frá sjer fara, ættu menn þó að geta fyrirgefið býsna mikið, jafnvel af hortittum, ef nauðsyn krefði. Drachmann er borinn og barnfæddur í Kaupmannahöfn og ber þess að mörgu leyti menjar í skapsmunum. En það eru ekki státstrætin með þeirra gögnum og gæðum, er skap hans minnir oss á, heldur sá hluti Hafnar, er blasir ber og opinn við Sundinu. Hann er, sem almennt er um Hafnverja, fljótur til að verða hrif- inn, fljótur til að skipta um stefnu og er því ekki sem staðfast- astur í skoðunum. Mjer mundi ekki koma á óvart, þótt Schan- dorph kallaði Drachmann, ef hann á annað borð vildi hnýta nokkuð í vin sinn, »helzt til hávan í hófi á framfótunum, og helzt til óstyrkan í apturfótunum«. Öðru máli er að gegna um Schandorph sjálfan. Hann er fæddur í Ringsted, kauptúni einu á Sjálandi, og er sem runninn úr skauti sjálenzkrar moldar, feitur og fjáður vel, glaður og bros- andi, háttprúður og hnellinn á velli og jafnlátlaus sem sú jörð, er hann er borinn af. Hann er þannig gjörður að eðlisfari, að hann eins og ósjálfrátt hvetur oss til að njóta, til að njóta alls þess, er móðir jörð hefur fram að bjóða úr skauti sinu. Hann hallar sjer makræðislega aptur á bak á legubekkinn og brosir dátt að öllu skýjaflögri og smekkleysum. Hann hefur þessa hispurslausu og heilnæmu skoðun á lífinu, sem dönskum bændum er eiginleg, og hún ein er þess valdandi, að hann elskar allt hið sanna og verð- mæta, og á ekki lygi og slefuhætti, mergsviknum glamuryrðum, »bumbubarsmíð« og steigaralátum öðru að miðla en hjartanlegum hlátri. Hann hefur á sjer þennan alkunna yfirlætisbrag danskra

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.