Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 79

Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 79
239 málið —, kynni sjer þessa ritgerð hans rækilega og láti sjer leiðbeiningar hennar að kenningu verða. HALLDÓR JÓNSSON: UM LÁNSSTOFNUN (sjerpr. ur Andvara XXII). Eins og kunnugt er skoraði síðasta alþingi á stjórnina, að leggja fyrir næsta al- þingi frumvarp til laga um lánsstofnun eða lánsfjelag fyrir jarðeignir og húseignir í landinu, er geti veitt veðlán um sem lengst árabil og með sem vægustum vaxtakjörum. Höf. álítur þessa ályktun á fullum rökum byggða, með því fjár- magn landsbankans sje svo takmarkað, að hann hvorki geti fullnægt lánsþörfinni nje veitt lánin með svo haganlegum kjörum, sem þörf sje á (t. d. til margra áratuga). Álítur hann, að hentugast mundi og kostnaðarminnst að setja slíka lánsstofnun í samband við landsbankann, þannig að stofnuð sje sjerstök lánsdeild í bankanum og henni veitt heimild til að gefa út vaxtabrjef og selja þau. Ann- ars eru í ritgerðinni margar góðar upplýsingar bæði um frumvarp stjórnarinnar 1881 >um stofnun lánsfjelags fyrir eigendur fasteigna á íslandú og margt fleira, er að þessu máli lýtur, og munu margir kunna höf. þökk fyrir þær, því málið er mjög athugavert og þyrfti að ræðast frá sem flestum hliðum. BOGITH. MELSTEÐ: ÖNNUR UPPGJÖF ÍSLENDINGA EÐA HVAÐ? Khöfn 1898. Ritlingur þessi er í 12 köflum og 72 bls. að stærð. Efni hans á að vera, að sýna fram á, að stjórnarbótartilboð það, er fram kom á síðasta þingi af hálfu stjórnarinnar, hafi verið ótækt, og hinar hörðustu árásir á þá, er sinna vildu þessu tilboði, og þær stundum kryddaðar með miður hæfilegum getsökum. Gengur höf. jafnvel svo langt i öfgum sínum og ofstæki, að hann telur það hið mesta happ fyrir landið, að ráðgjafi þess sje danskur maður og ókunnugur mál- um þess, og álítur hins vegar, að hin mesta hætta gæti verið af því búin, ef hann yrði íslendingur og mætti á alþingi. Að vilja ganga að þeirri breyting líkir höf. við uppgjöf íslendinga á 13. öld, er þeir gengu á hönd Noregskonungi. Leggur hann því til að láta það stjórnarfyrirkomulag, sem nú er, halda sjer, en gera þá eina breytingu, að auka vinnukrapt á skrifstofu landshöfðingja, svo hann fái minna að gera og geti því betur sinnt löggjafarstaifinu, sem hann hingað til hafi vanrækt. Ber allur ritlingurinn vott um hinn herfilegasta miskilning bæði á hinu núveranda stjórnarfyrirkomulagi (afstöðu hinna tveggja liða: landshöfðingja og ráðgjafa, hvors til annars) og öllum þeim grundvallarreglum, sem þingbundin stjóm byggist á. Hann vill efla sem mest skrifstofuvatdib, en hirðir minna um þingvaldiö. Þetta er líka eðlilegt ffá hans sjónarmiði, þar sem hann setur allt sitt traust til innlendrar embættismannastjórnar, en hefur svo mikla ótrú á al- þingi, að hann álítur, að ef sjerstakur íslenzkur ráðgjafi mætti á þinginu, þá mundi hann hafa allt ráð þingsins í hendi sjer, því vonin um umbun frá hans hálfu mundi mega sín svo mikils hjá þingmönnum, að flestir yrðu til að tylla þann flokkinn. HAFSTEINN PJETURSSON: TJALDBÚÐIN (The Winnipeg Tabernacle). Winnipeg 1898. I ritlingi þessum, sem er 52 bls. á stærð, er fyrst stutt yfirht yfir sögu kirkjumála íslendinga í Ameríku allt frá byrjun og því næst skýrt ffá myndun Tjaldbúðarsafnaðar í Winnipeg og tildrögunum til þess að hann mynd- aðist. Þá er skýrt frá bygging Tjaldbúðarinnar (og fylgir mynd af þeirri kirkju, sem er krossbygging með fjórum stöfnum) og afstöðu safnaðarins til kirkjufje- lagsins, lögum hans og verkahring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.