Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 70
230
hefur próf. S. Bugge sagt mjer, að hann hefði sá verið af Norðmönn-
um, sem mest hefði skynjáð anda málsins og alla setning. En til þess
að komast svo vel niður i málinu, gerði hann lika pað, sem fæstir
munu hafa gert, ög enginn mun gera eptir honum. Hann tók sjer
fyrir hendur að snúa orðabók Konráðs Gíslasonar við, svo að hann setti
íslenzku orðin fyrst og dönsku þýðingarnar á eptir. Petta hefur hann
sagt mjer sjálfur. En með þessu móti komst hann að fullri raun um,
hvað var fornt mál og hvað var nýrra.
Allar hans útgáfur eru nákvæmar, sem sagt var, þótt ekki sjeu þær
svo úr garði gerðar sem sumir heimta frekast nú á dögum. En jeg
hef komizt að raun um, að það mættu sumir af hinum síðari svokölluðu
útgefendum þakka fyrir, ef þeir hefðu hæfileika Ungers til að lesa hand-
rit og gefa þau út, svo vel sje, þótt þeir sömu hengi sig meira i
dauðan bókstafinn en hann. En hann vissi líka til fulls, hve rjettritun
í fornislenzkum handritum er sjálfri sjer ósamkvæm, ónákvæm og óáreið-
anleg. — Það kom fram á síðustu árum árás á útgáfu hans af Heims-
kringlu. Hann gaf hana út þannig, að hann tók upp úr handritunum -—
á vixl — orð og orðatiltæki, þegar hann áleit þau betri og upphaflegri
í einu en öðru; þessa aðferð hafa margir haft, og má margt á móti
henni hafa, en ef mismunagreinir handritanna eru prentaðar neðan máls
og þar sýnt, hvaðan hver málsgrein í meginmálinu sje tekin, er skaðinn
ekki mikill. Meinið var nú það, að Unger sá sjer ekki fært — af hvaða
ástæðum sem það nú kann að hafa verið, hvort sem það var honum
að kenna eða öðrum •— að prenta mismunagreinirnar. En afleiðingin
varð sú, að útgáfu hans er ekki vel hægt að nota við vísindalegar
rannsóknir. En hitt er höfundi þessarar greinar fullkunnugt um, að sú
árás, sem getið var um, var algjörlega ranglát að því leyti sem Unger
var brugðið um óráðvandlega meðferð handritanna. Ekkert gat verið
honum fjær en það. fau brigzl átti hann sízt skilið fyrir allan sinn
mikla dugnað. Það er valla ofsögum sagt, að segja, að ef hann hefði
ekki útgefið þau rit, sem nefnd voru, mundi margt af þeim liggja enn
óútgefið og óþekkt af öllum þorra manna.
Unger var ekki sýnt um að rita ritgjörðir; formálar hans eru jafnan
stuttir og veigalitlir; formálana fyrir þeim ritum, sem hann gaf út með
öðrum, munu þeir hafa samið að mestu. Ein ritgjörð liggur eptir hann
allmerk um mun á stuttum og löngum raddstöfum í fornmálinu (1843).
En útgáfur hans munu halda nafni hans á lopt um langan aldur.
Um háskólakennslu Ungers get jeg ekki sagt neitt, sem von er
til. En jeg veit, að hann hefur stundað hana með sinni vanalegu sam-
vizkusemi. Hann var prófessor bæði í rómanskri og germanskri mál-