Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 76
236 tryggnin sje það illgresi, sem einna mest standi þjóðljelagi voru fyrir þrifum, því hann tekur það kröptuglega fram á tveim stöðum í ritgerð sinni (bls. 2 og 24), að hún sje »einn hinn skaðlegasti þjóðlöstur vor«, hún sje »óheilnæm«, »heimsk- uleg« o. s. frv. Það gleður oss stórlega að sjá hinn heiðraða höf. lýsa yfir þessari skoðun sinni, því það gefur oss vissa von um, að hann verði þá ekki að finna í málaliði tortryggninnar í stjórnarskrárbaráttunni á næsta þingi. Næst koma í ritinu tvær ritgerðir eptir Benedikt Jónsson: »Verzlunararður« og »Fjelags- fræði«. Á hin fyrri þeirra að færa mönnum heim sanninn um, hve stórkost- legan hagnað menn hafi af kaupfjelagsskapnum, og að allir kaupmenn sjeu óþarfir milliliðir, sem ættu að falla alveg burt og allt landið að gerast eitt kaupfjelag, en hin síðari er að mestu leyti þýðing úr »Den moderne Samfundslære« eptir dr. Sigurð Ibsen; er sú ritgerð bæði mjög fróðleg og hinn íslenzki búningur hennar svo góður, að mann hlýtur að furða, að ólærður alþýðumaður skuli hafa getað farið svo vel með jafnerfitt efni og þar er um að ræða. En þótt fram- setning B. J. sje að öllum jafnaði einkar liðleg, eru skoðanir hans ekki ætíð að sama skapi óskeikular, þegar farið er að kryfja þær til mergjar. Þannig er það t. d. helber fjarstæða, að halda því fram, að nokkurt þjóðfjelag geti komizt af án allra kaupmanna. En þetta gerir hann í ritgerð sinni »Verzlunararður«, og segir að »tilgangur kauptjelaganna sje enginn annar en sá . . . . að fækka þeim (3: kaupmönnunum), og jafnvel koma ár sinni svo fyrir borð, að þeirra purji alls ekki með<L. Hann segir, að »sú hugsjón hljóti að vaka fyrir hverjum sönnum kaupfjelagsmanni, sem skilji stefnu tímans og eðli kaupfjelagsskaparins, að koma verzlun lands vors smámsaman í þetta horf (0: að þjóðin verði öll eitt kaup- fjelag), koma henni allri undir eina öjluga stjórni-. Samkvæmt þessu er það rnark og mið kauptjelagsmannanna, að afnerna alla kaupmenn og alla frjálsa sam- keppni og gera alla verzlun landsins að hinni römmustu einokun. Það má segja um þetta, að tvennir eru tímarnir. Hver skyldi hafa trúað, að menn færi aptur að langa í verzlunareinokun, jafnmikið og þjóð vor hefur orðið að líða undir þeirri plágu á umliðnum öldum? En hver veit hvað kaupfjelögunum kann að takast í þeim efnum, ef flokkur þeirra verður nógu öflugur á alþingi, til þess að geta ráðið lögum og lofum í verzlunarlöggjöfinni? Sumir af kaup- mönnum landsins virðast jafnvel vera hlyntir sörnu stefnunni, þar sem þeir opin- berlega styðja þá menn til þingsetu, sem eru að vinna að þessu einokunarmarki. Þá eru í ritinu »Skýrslur um kaupfjelög«; eru þær að vísu allfróðlegar, en sá .er hængur á, að þær eru flestar um útlend kaupfjelög, en einar tvær um inn- lend fjelög (Dalasýslu og Þingeyinga). Síðast er kafli, sem heitir »Samtíningur og sáðkorn« og er hann í 5 greinum. Er einkum hin fyrsta þeirra, »Samvinna og sjávarútvegur® (eptir ritstjórann, alþm. Pjetur Jónsson), harla eptirtektarverð. Það er stutt, en þó kjarnmikil ritgerð, sem sýnir fram á, hverjir sjeu hinir helztu agnúar á sjávarútvegi vorum eins og hann nú er rekinn, og hvernig væntanlega rnegi ráða bót á þeint flestum með nægilegum samtökum og fjelagsanda. Getum vjer verið höf. samdóma urn flest þau atriði, er hann tekur þar frarn, nema hvað vjer kysum eimskipaveiði, þar sem hann gerir ráð fyrir þilskipaútveg. V. G. INDRIÐI EINARSSON: HELLISMENN. Sjónleikur í fimm þáttum. Rvík 1897. Höf. hefur tekið efni leiksins úr hinni alkunnu þjóðsögu um Hellismenn. Hefur hann, eins jog rjett var, gjört bóndasoninn frá Kalmanstungu að aðal- manni leiksins, og kemur hann fram sem erkifantur, er ekkert lætur sjer fyrir brjósti brenna til að koma Hellismönnum í hel. Aðalhvöt hans er metnaðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.