Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 50
210 okkur menn eins og almennt gjörist, steyptir í sama mótinu og við, sem nú lifum, með sömu hvötum og tilhneigingum, sarns konar göfgi og smásálarskap, sams konar kenjum og afkáraskap; munurinn er að eins sá, að hugsunarháttur þeirra, mál og bún- aður eiga heima á öðrum tíma. Það er frásagan um Maríu Grubbe, konu af aðalsættum, er fyrst giptist Ulrik Frederik Gyl- denlöve, konungssyni og landstjóra í Noregi, en síðar rjettum og sljettum ferjumanni. Skáldið rekur sögu hennar alla leið frá því hún var fjórtán ára gömul og dreymdi inndæla æskudrauma, þangað til hún var lögð í mold við hliðina á Sören ferjukarli, manni sínum, er tötraleg líkfylgd fylgdi þeim til grafar með kæru- lausum sálmasöng. Hann segir frá því öllu með þurlegri fyndni og óskeikandi snilld í lýsingum sínum á geðshræringum og lynd- iseinkunnum, án þess að benda nokkru sinni á, hvað nú er álitið göfugt og gott eða illt og auðvirðilegt; hann leiðir hana frá ein- um manni til annars, frá einum atburði til annars, — eins og lífið sjálft, — og þannig getum við sjálfir dæmt um og kastað fyrsta steininum, ef við þorum. Öldungis á sama hátt segir hann frá í »Niels Lyhne«; það er skáldsaga, er gjörist á árunum 1830—64, um »villuráfandi frí- hyggjendur«. Hetjan í sögunni á að vísu ekki rjett vel heima á þeim dögum, en er hins vegar lifandi eptirmynd af ungum mönn- um í Danmörku á dögum Jakobsens, og jafnvel á vorum dögum. Mjer er það í barnsminni, hve mjög jeg furðaði mig á því, í fyrsta sinni er jeg las »Niels Lyhne«, hvernig höfundurinn gæti þekkt nokkurn mann svona út og inn; þarna rekst maður aptur og aptur einmitt á það sama, sem maður geymir sjálfur dýpst í fylgsn- um hugskots síns og hefur ef til vill aldrei veitt eptirtekt fyr, sem maður hjelt að væri sin eigin eign og einskis annars; þarna er manni sett það fyrir sjónir mörgum sinnum gleggra, en maður hefur sjálfur fundið það—-ög það á svo rammdanskan hátt; já, það verður ekki ofsögum sagt um Niels Lyhne, að hann er danskur, rammdanskur; fyrst og fremst er hann lotinn á velli og í öðru lagi lifir hann alla jafna hálft í draumi og hálft í vöku; hann er undarlegt sambland af hugsæing og hlutsæing; hann finnut hjá sjer stöðuga þrá til að halda burt út í heiminn og leita frægðar og frama, en allt af snýr hann við heim aptur og fær ekki losað sig, af þeim vanafjötrum, er binda hann við átthagana; og þannig verður það úr á endanum að hann situr kyr þarna a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.