Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 59
219
geysar frelsishreyfingin, bæði hin almenna borgaralega vinstristefna
og jafnaðarstefnan, en andvígur þeim er flokkur hægrimanna, er
halda dauðahaldi í það gamla og hata allt jafnrjetti. I mennta-
málum hefur lýðháskólahreyfingin, er fylgist fetum að við frelsis-
og framfarastefnuna, látið mjög til sín taka. I trúbrögðum er
annars vegar Grundtvígskan glaðvær og andlega hressandi, sem
helzt mjög í hendur við lýðháskólamálið, og hins vegar andstæð-
ingur hennar »heimatrúboðið«, er hatar öll þessa heims gæði, þá
er hákirkjan, máttarstólpi hægrimanna, og skynsemistrúin, sem
einkum á heima hjá byltingamönnum úr vinstra flokki. I fögrum
listum er hlutsæisstefnan, er lengi var samgróin frelsishreyfingunni,
og rómanzka stefnan gamla, er nýtur fylgis af íhaldsmönnum, og
auk þess hafa margar nýjar stefnur rutt sjer til rúms í þeim efnum.
Og eflaust eru til margir fleiri »straumar« og »stefnur«, sem örð-
ugt er að telja í svipinn. Enda eykst talan eigi alllítið af mis-
jöfnum skilningi manna í ýmsum álfum þjóðfjelagsins. Og því
er nú svo varið með Henrik Pontoppidan, að hann kann manna
bezt að skapa söguhetjur sínar, þannig, að hann sýnir oss allan
strauminn og fylgismenn hans innan þess hluta þjóðfjelagsins, er
hann lifir í. Hann kann manna bezt að skapa einkennispersónur
þannig, að þær bæði geti haldið öruggri fótfestu á jarðneskum
grundvelli og þó jafnframt verið ímynd heillar »stefnu«. Til að
fá þessum tilgangi fullnægt málar hann einatt í feitum og allaf-
skræmandi dráttum, ofsalaust, hálfglottandi.
Það eru ekki margir sem komast hjá að kenna á háðsvipum
hans. Opt og einatt mælir hann með allmiklu yfirlæti. Menn
spyrja ósjálfrátt, hvar höfundurinn sjálfur sje, af því að þeir eru
því vanir úr öðrum sögum, að höfundurinn haldi meira með
einni persónu en annari, og geta þannig áttað sig á skoðunum
hans; en það er mjög sjáldgæft að Henrik Pontoppidan gefi nokkra
vísbendingu í þá átt. Því eiginleiki hans á rót sína í þeirri sjálf-
hæðni, sem er orðin einkenni á oss Dönum, einkum síðan 1864, —
hamingjan má vita hvort í víðri veröld getur nokkra aðra þjóð,
er hæði og jafnvel spotti sjálfa sig eins og vjer Danir. Pontoppi-
dan ritar ljóst og hispurslaust, án allra óþarfa útúrdúra, og segir
frá bændum, prestum og lýðháskólafólki, er hann þekkir út í æsar
og skilur til fullnustu, í eins konar »aldaglaumi«; þannig eru
skáldsögurnar »Mold«, »Fyrirheitna landið« og »Dómsdagur«, sem
allar þrjár mynda eina heild; enn má nefna listamannasöguna