Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 65
með myndum, að hún gæti orðið sem atgætilegust, þótt kostnaðurinn
við það hafi orðið oss ærið tilfinnanlegur og í rauninni gjaldþoli ritsins
um megn. Ritstj.
Tvenn erfiljóð.
Hví svo hvarfstu mjer snemma?
Hví á miðju vori
fórstu brott að fljúga,
fuglinn minn hinn ljúfi?
Var ei fagurt á Fróni? —
fjallahlíðir brattar
vaxnar laufgum viði,
vellir blómum stráðir,
engi grasi gróin,
glatt af fuglakvaki
yfir ám og vötnum;
upp um móa og klappir
svifu þeir með söngum.
Sá eg þig einn í hópnum
fjörugt flugi beina.
Fuglinn minn hinn ljúfi,
hví ei haustsins beiðstu?
hvernig gaztu farið?
Fífillinn minn fagri,
fyrir hverjar sakir
ertu fár og fölur,
fallinn og visinn til jarðar?
og það á þessum tíma,
þegar blessuð sólin
lítur aldrei af þjer,
yfirgefur þig varla,
laugar þig ljósum geislum,
lokkana þína björtu
greiðir þjer hóglega á höfði,
hlýjum og ástríkum kossi,
er næturnepjan olli,
nemur þjer tár af augum;
en vindar hreinir og hollir,
horfnir sunnan af landi,
syngja þjer unaðssöngva
sætum og hjúfrandi rómi,
inndælu ljúflingslagi,
og ljettan í værð þjer rugga
á fögrurn og friðsælum kvöldum?
Fifillinn minn bjarti,
að þú skyldir þá ekki
una lífi þínu
til seinni daga sumars,
því samt var nógur tími
að fölna, visna og falla
fyr en hjelunætur
og haust og hret úr norðri
hrími jörðu sveipa!
Fífillinn minn fagri,
fuglinn minn hinn ljúfi,
ástvin allra-bezti!
að þú skyldir visna!
fara og fljúga brottu!
fara að deyja! — deyja
á sjálfum sólmánuði
sælum æfi þinnar!
Gnægtir þjer gefnar voru
gáfna og mennta fjöldi,
hugurinn lýtalausi,
lundin glaðværa og blíða,
15