Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 49
209 skólastýl væri að gjöra. Það fer einatt vel á því, að orðin falli í stuðla, svo að setningin fái líkan blæ og orðshættir og spakmæli, og opt þykir ekki illa tilfengið, er óbrotinn józkur bóndamaður gægist þurbrosandi gegnum orðavalið og setningahljóminn, að eins klæddur sparifötum þjóðmálsrjettritunarinnar; stundum getur líka verið gott að fá nafnorðinu smellnar sannkenningar, enda þótt þær, ef málfræðislega er á litið, eigi ekki sem bezt við; að minnsta kosti verður engin meiningarleysa úr því hjá J. P. Jakobsen, er hann talar t. d. um »et lyttende Háb« (o: hlustandi von), »et rábende Krav« (hrópandi kröfur); og ekki skaltu víla fyrir þjer að breyta að dæmi hans og brúka annað eins orðatiltæki og þetta: »Han længtes kun hende, han drömte kun hende«1 (o: Hann þráði hana eina, hann dreymdi hana eina) þvert ofan i málfræðina og alla taltízku. En þó mun hyggilegast fyrir þig að breyta því að eins að ráðum þessum, að þú hafir eins næman smekk fyrir fögru máli og J. P. Jakobsen. Pað má furðu gegna, hve sönn og lifandi lýsingin getur orðið, ef sögumaðurinn segir frá hispurslaust og blátt áfram án líkinga og loptkasta og hefur lag á að láta einkennilegustu atvikin í sög- unni lýsa sjer í viðeigandi orðum, öll þessi smáatvik, sem við þekkjum svo mæta vel, en skáldin ein kunna að safna og raða þannig niður, að þau varpi ljósi hvert á annað og hrífi lesendurna með sjer, svo að þeir lifa sig inn i frásögnina. Þannig er — til þess að eins að nefna eitt dæmi af mörgum — lýsingin á óveðrinu i upphafi smásögunnar »Mogens«. En margt er svo fingert — einkum í sálarlífi manna — að ekki verður sagt frá því blátt áfram, en er hins vegar þannig varið, að hnittin samlíking getur gefið, svo glögga mynd af því, að vjer fáum gómfest jafnvel hið allra reikulasta. Og eins og Jakobsen er manna skarpskygnastur á allt það, er hreyfir sjer i sálum manna, þannig er hann og óviðjafnan- legur snillingur í að velja athugunum sínum rjettan búning. Hann hefur samið tvær langar skáldsögur, »Marie Grubbe« og »Niels Lyhne«. Hina fýrnefndu mætti kalla »söguróman«, þótt hún eigi harla lítið skylt við það, sem menn almennt nefna því nafni; þar úir ekki og grúir af riddurum og ævintýrahetjum, »hæverskum frúm« og »mærum meyjum«, heldur verða þar fyrir 1 »At længes en« rangmæli fyrir »at Iænges efter en«. En hjer hefur höf- undinum þótt fara betur að fá tvær jafnhliða áhrifssagnir. Pýð. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.