Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 22
stefnan norræna (Skandinavisme) hafði þannig að ýmsu leyti
þröngsýni og eintrjáningSskap í eptirdragi.
Þannig var ástatt í Danmörku, er fregnir bárust um stjórnar-
byltingu Frakka árið 1830. Fór þá margan góðan dreng að renna
grun í, að ekki mundi svo allskostar trútt um það, er jafnan var
viðkvæðið hjá Friðriki sjötta: »Vjer einir viturn, hvað þjóðinni
er fyrir bcztu«. I stuttu máli, jafnframt bókiestri fagurfræðislegs
efnis fóru nú bæði menntamenn og heldri borgarar að leggja stund
á þjóðmálefni, og eins og áður er bent á, höfðu þær hreyfingar
eigi alllitla þýðingu fyrir skáldlegar bókmenntir þessa tíma.
Um þessar mundir fóru Suður-Jótar að láta til sín taka um
andróður gegn þýzku máli og þýzku þjóðerni. A árunum 1808—10
hafði 0hlenschlager lagt Vilhjálmi Þjóðverja í »Axel og Valborg«
svofelid orð i munn: »Þú kaust þjer dyggan Þjóðverja að vini,
enda muntu jafnan finna sanna hluttekning við þetta brjóst«, og
Norðmanninn Axel hafði hann látið svara: »Jeg veit það vel.
Hersveitir Oðins dreifðust yfir löndin, en undirrót máls vors og
eðlis kvíslaðist ekki; þess vegna ber Gotum og Germönum jafn-
an að vera vinir«. En nú var komið annað hljóð í strokkinn;
þannig kveður Ploug:
»Herlige Moder, Kraftens Brud,
Mindernes Hjem og Hábets Vugge,
Du skal ej lyde Fremmedes Bud,
Og din Hæder Barbarer ej slukke!
Fædrene kabte
Dyrt dig for Stal, og Blod dig dobte.
Værge dig tro skal Sönnernes Hær
»Til den sidste ligger pá sit sværd«.
Det gr, Moder, vor Pagt og vort Lofte®.1
Og þegar svo Danir höfðu borið sigur úr býtum í ófriðnum gegn
Holsetum og Sljesvíkingum (1848—50), þrátt fyrir rammeflda að-
stoð Þýzkalands, og þjóðin öðlazt jafnrjetti og frelsi, þá kastaði
fyrst tólfunum með drýgindin og sjálfsálitið. Allt útlent var að
vettugi virt hjá því, er Danmörk framleiddi sjálf. Hvar í veröld-
1 Þ. e. Veglega móðir, brúður þróttarins, ból fornra menja og vagga vonar-
innar, aldrei skalt þú þurfa að lúta annarlegum (3: þýzkurn) yfirráðum, og
engum útlendum þrælmennum (þ. e. Þjóðverjum) skal tjá að varpa skugga
á frægð þína.------Feðurnir keyptu þig dýru verði með vopn í höndum,
og þeir skírðu í þig blóði. Dyggilega skal sonasveit þín halda vörð um þig,
unz hinn síðasti hnígur á sverðið. Það er heit vort og sáttmáli, móðir!