Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 19
i?9
jafnt og þjett, þar var ekkert hlje, engin viðstaða; sama grund-
vallarskoðunin, hugmyndin um alheimssamræmið, gengur í gegn-
um nálega öll skáldrit þessa tíma; menn láta hin ýmsu öfl
mætast tíg heyja stríð hvort við annað, svo að því meira beri á
fegurðinni, þegar leiknum er lokið; menn láta himininn hyljast
dimmum skýjum, að eins til þess að stjarna hugsjónarinnar, eða
hins háleita takmarks, megi blika því skærar að lokum; og þótt
menn gætu eigi jafnan lygnt augum við rótarskap og órjettlæti
þessa heims, þá vissu menn, að annars heims (beinlínis eða óbeinlínis)
mundi sakleysið öðlast sín fullnaðargjöld og rjettlætinu verða fram-
gengt. Það var líka hægur vandi að skilja sauðina frá höfrunum; þvi
að allt, sem fylgdi fram merkjum hugsjónarinnar, var af hinu góða,
og það, sem á móti var, af hinu vonda. Og hugsjónin sjálf var
auðfundin, þótt hún gæti að vísu tekið ýmsum myndum á ýms-
um tímum. Efst á blaði var auðvitað alltaf einlæg ást og lif-
andi tilfinning fyrir náttúrunni, stórfengi hennar og samræmi;
þá var hreinskilni og trúmennska, hjartagæzka og stöðugleiki í
trúnni; ennfremur á öndverðu þessu tímabili konungsveldi og
allt, sem þar að lýtur, en annars fyrirlitning á öllum veraldlegum
gæðum ; seinna frelsi, þjóðernistilfinning og ást á ættjörðunni, eins
og sagan lýsir henni með hennar mikla veldi og þjóðskörungum.
Það var hægur vandi að skilja sauðina frá höfrunum, því að
sauðirnir voru hvítir, en hafrarnir svartir; enda voru menn ekki
lengi að tína þá í sundur.
Við skulum nú snöggvast virða fyrir oss, hvaða stjórnmála-
byltingar liggja á bak við bókmenntahreyfingarnar í Danmörku á
þessu tímabili. Skírdaginn 1801 kveður við dynjandi skothríð á
Eyrarsundi; það var fagnaðarkveðja nýju aldarinnar. Margir önd-
vegishöldar rómönzku stefnunnar voru sjónarvottar að bardagan-
um og gátu sjálfir sjeð, hversu hraustlega vörn smáríkið Dan-
mörk veitti gegn stórveldi Breta, og hversu drengilega Danir buðu
flota þeirra byrginn, svo mikið ofurefli sem í móti var, og þótt
flotaforinginn væri hvorki meira nje minna en Nelson sjálfur, er
jafnvel Napóleon mikli hafði orðið að fara halloka fyrir. I sam-
fleytt áttatíu ár hafði Danmörk ekki átt í neinum ófriði; það var
eins og eitthvert undarlegt ævintýri væri nú alt í einu borið að
höndum; enda skoðuðu menn það líka sem ævintýri, sem nokkurs
konar endurreisn fortíðarinnar, og þá fór að ráma í, að til væri
eitthvað annað en eintómar »lifsnauðsynjar«, er vert væri að gefa
12*