Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 75
235
KRÓNAN.
Ef veiztu’ ekki glöggt, hvers virði hún ér,
og viljirðu fá það að reyna,
til kunningjans bezta þá bljúgur þú fer
og biður að Idna þjer eina.
AUÐUR OG ÁST.
Hann:
Ef jeg ætti gnægtir gulls,
gætirðu þá unnað mjer?
Hún:
Jeg því ei svarað fæ til fulls,—
en fráleitt mundi’ eg neita þjer.
V. G.
f
Islenzk hringsjá.
BÆKUR SENDAR EIMREIÐINNI:
TÍMARIT KAUPFJELAGANNA. II. 1897. (Rvík 1898). Rit þetta byrjaði
vel og þessi annar árgangur þess er engu síður en hinn fyrsti. í honum er fyrst
»Hugleiðingar um verzlunarsamtök og stofnsjóði kaupfjelaga* eptir alþm. Guöjdn
Guölaugsson. Vill hann snúa öllum hinum núverandi »pöntunaríjelögum« upp í
»kaupfjelög«, er borgi vörur sínar jafnótt og þau fá þær, en taki ekkert að láni.
Þessu megi koma í kring með því, að fjelögin komi sjer upp stofnsjóöum, er með
tímanum geti orðið svo stórir, að fje þeirra nægi til að borga allar þær vörur,
sem fjelögin þurfa að fá. Eetta megi gera með því, að leggja svo sem 4 °/0 á
allar aðfluttar vörur og láta svo fje þetta safnast fyrir, eins og »Verzlunarfjelag
Dalasýslu« hafi þegar byrjað á. Heimfærir hann svo bendingar Eiríks Briems í
ritgerð hans »Um að safna lje« (í 10. ári Andvara) upp á verzlunarljelögin, og
sýnir fram á, hversu skjótt megi safna álitlegri upphæð með þessu móti. Meðal
annars nefnir hann sem dæmi, að ef öll verzlun íslands hefði verið í höndum
verzlunarfjelaga síðan 1882 og þau öll haft þessa aðferð, að safna 4 °/0 af vöru-
verðinu, þá mundi stofnsjóðurinn um aldamótin (eptir 18 ár) vera orðinn 6,360,000
kr., er gæfi af sjer rúmlega l/4 miljón í vexti á ári. Á 50 árum yrði stofnsjóð-
urinn rúml. 36V2 miljón og á 100 árum rúml. 297 milj. Þar sem nú þetta aura-
safn þannig geti orðið að töluverðu auðsafni, að almennum þjóðarauði, þá sje
það beinasti og vissasti vegurinn til þess, að gera oss að sjálfstæðri og óháðri
þjóð, ekki að eins í verzlunarefnum, heldur og í öllum þjóðmálum. Hann virð-
ist því vera fyllilega samdóma kenningu Eimreiðarinnar (I, 11 og II, 163) um, að
»fátæklingurinn, sem jafnan er upp á aðra kominn, geti aldrei orðið fullkomlega
sjálfstæður nje frjáls«. Hann er og samdóma Eimr. (III, 75) um það, að tor-