Eimreiðin - 01.09.1898, Blaðsíða 51
211
Hlynborgargarði, »þar sem faðir hans einatt hafði setið við hliðið
eða landamerkin og starað undarlega hrifinn af gróðrinum út yfir
akra með gullnu hveiti og topphöfgum höfrum«; unz hann loks
»deyr dauða sínum, dauðanum þunga«.
J. P. Jakobsen hefur ekki látið eptir sig liggja nema eitthvað
50 blaðsíður í bundnu máli. En kvæði hans bera svo einkenni-
lega þýðan, hreinan og ómengaðan blæ, og einatt eru þau blandin
friðsælli angurblíðu, er töfrar hug og hjarta, svo að menn leggja
þau ósjálfrátt á minnið, og þegar maður er einn á ferli, getur
maður eklti að sjer gjört að raula þau fyrir munni sjer upp aptur
og aptur; það er ómögulegt að þreytast á þeim. Af þessum
tveim erindum, er hjer fara á eptir, má sjá, hvaða blæ kvæði
hans bera:
»Stille, du elskede Kvinde!
Tyst má vi træde vi to.
Der sover en Sang her inde
I Skovens natlige Ro.*1
»Det bödes der for i lange Ár,
Som kun var en stakket Glæde;
Det smiler man frem i en flygtig Stund,
Man bort kan i Ár ej græde.
Der rinder Sorg, rinder Harm af Roser röde.«2
Þetta voru nú þeir menn, er gefið hafa bókmenntum vorum
um miðbik aldarinnar aðaleinkennisblæ sinn. En það er auðvitað,
að hjá slíkri bóklistaþjóð, sem Danir eru, voru um sömu mundir
margir fleiri dugandi höfundar. Og mjer finnst satt að segja
himinhrópandi ranglæti að ganga orðalaust fram hjá öðrum eins
manni og Vilhelm Topsöe, er ritaði með málsnild og stillingu
sögur í hlutsæisstefnu, eða þá leikritaskáldinu Edvard Brandes
(bróður Georgs Brandesar), er telja má með fremstu höfundum
vorum í þeirri grein um þessar mundir. J?að væri og engin van-
þörf að minnast hins ástsæla söguskálds, Zakarias Nielsen’s, er
1 Haf hljótt um þig, hjartkæra mær! Hljóðlega verðum við ganga, hjóna-
leysin. Það blundar söngur hjerna inni í næturkyrð skógarins.
2 Þetta erindi hefur Hannes Hafsteinn þýtt á íslenzku þannig;
Þess bera menn sár um æfilöng ár,
sem að eins var stundar hlátur;
því brosa menn fram um bráðfleyga stund,
sem burt þvær ei ára grátur.
Drýpur sorg, drýpur sorg af rauðum rósum.
14*