Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Qupperneq 59

Eimreiðin - 01.09.1898, Qupperneq 59
219 geysar frelsishreyfingin, bæði hin almenna borgaralega vinstristefna og jafnaðarstefnan, en andvígur þeim er flokkur hægrimanna, er halda dauðahaldi í það gamla og hata allt jafnrjetti. I mennta- málum hefur lýðháskólahreyfingin, er fylgist fetum að við frelsis- og framfarastefnuna, látið mjög til sín taka. I trúbrögðum er annars vegar Grundtvígskan glaðvær og andlega hressandi, sem helzt mjög í hendur við lýðháskólamálið, og hins vegar andstæð- ingur hennar »heimatrúboðið«, er hatar öll þessa heims gæði, þá er hákirkjan, máttarstólpi hægrimanna, og skynsemistrúin, sem einkum á heima hjá byltingamönnum úr vinstra flokki. I fögrum listum er hlutsæisstefnan, er lengi var samgróin frelsishreyfingunni, og rómanzka stefnan gamla, er nýtur fylgis af íhaldsmönnum, og auk þess hafa margar nýjar stefnur rutt sjer til rúms í þeim efnum. Og eflaust eru til margir fleiri »straumar« og »stefnur«, sem örð- ugt er að telja í svipinn. Enda eykst talan eigi alllítið af mis- jöfnum skilningi manna í ýmsum álfum þjóðfjelagsins. Og því er nú svo varið með Henrik Pontoppidan, að hann kann manna bezt að skapa söguhetjur sínar, þannig, að hann sýnir oss allan strauminn og fylgismenn hans innan þess hluta þjóðfjelagsins, er hann lifir í. Hann kann manna bezt að skapa einkennispersónur þannig, að þær bæði geti haldið öruggri fótfestu á jarðneskum grundvelli og þó jafnframt verið ímynd heillar »stefnu«. Til að fá þessum tilgangi fullnægt málar hann einatt í feitum og allaf- skræmandi dráttum, ofsalaust, hálfglottandi. Það eru ekki margir sem komast hjá að kenna á háðsvipum hans. Opt og einatt mælir hann með allmiklu yfirlæti. Menn spyrja ósjálfrátt, hvar höfundurinn sjálfur sje, af því að þeir eru því vanir úr öðrum sögum, að höfundurinn haldi meira með einni persónu en annari, og geta þannig áttað sig á skoðunum hans; en það er mjög sjáldgæft að Henrik Pontoppidan gefi nokkra vísbendingu í þá átt. Því eiginleiki hans á rót sína í þeirri sjálf- hæðni, sem er orðin einkenni á oss Dönum, einkum síðan 1864, — hamingjan má vita hvort í víðri veröld getur nokkra aðra þjóð, er hæði og jafnvel spotti sjálfa sig eins og vjer Danir. Pontoppi- dan ritar ljóst og hispurslaust, án allra óþarfa útúrdúra, og segir frá bændum, prestum og lýðháskólafólki, er hann þekkir út í æsar og skilur til fullnustu, í eins konar »aldaglaumi«; þannig eru skáldsögurnar »Mold«, »Fyrirheitna landið« og »Dómsdagur«, sem allar þrjár mynda eina heild; enn má nefna listamannasöguna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.