Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Side 50

Eimreiðin - 01.09.1898, Side 50
210 okkur menn eins og almennt gjörist, steyptir í sama mótinu og við, sem nú lifum, með sömu hvötum og tilhneigingum, sarns konar göfgi og smásálarskap, sams konar kenjum og afkáraskap; munurinn er að eins sá, að hugsunarháttur þeirra, mál og bún- aður eiga heima á öðrum tíma. Það er frásagan um Maríu Grubbe, konu af aðalsættum, er fyrst giptist Ulrik Frederik Gyl- denlöve, konungssyni og landstjóra í Noregi, en síðar rjettum og sljettum ferjumanni. Skáldið rekur sögu hennar alla leið frá því hún var fjórtán ára gömul og dreymdi inndæla æskudrauma, þangað til hún var lögð í mold við hliðina á Sören ferjukarli, manni sínum, er tötraleg líkfylgd fylgdi þeim til grafar með kæru- lausum sálmasöng. Hann segir frá því öllu með þurlegri fyndni og óskeikandi snilld í lýsingum sínum á geðshræringum og lynd- iseinkunnum, án þess að benda nokkru sinni á, hvað nú er álitið göfugt og gott eða illt og auðvirðilegt; hann leiðir hana frá ein- um manni til annars, frá einum atburði til annars, — eins og lífið sjálft, — og þannig getum við sjálfir dæmt um og kastað fyrsta steininum, ef við þorum. Öldungis á sama hátt segir hann frá í »Niels Lyhne«; það er skáldsaga, er gjörist á árunum 1830—64, um »villuráfandi frí- hyggjendur«. Hetjan í sögunni á að vísu ekki rjett vel heima á þeim dögum, en er hins vegar lifandi eptirmynd af ungum mönn- um í Danmörku á dögum Jakobsens, og jafnvel á vorum dögum. Mjer er það í barnsminni, hve mjög jeg furðaði mig á því, í fyrsta sinni er jeg las »Niels Lyhne«, hvernig höfundurinn gæti þekkt nokkurn mann svona út og inn; þarna rekst maður aptur og aptur einmitt á það sama, sem maður geymir sjálfur dýpst í fylgsn- um hugskots síns og hefur ef til vill aldrei veitt eptirtekt fyr, sem maður hjelt að væri sin eigin eign og einskis annars; þarna er manni sett það fyrir sjónir mörgum sinnum gleggra, en maður hefur sjálfur fundið það—-ög það á svo rammdanskan hátt; já, það verður ekki ofsögum sagt um Niels Lyhne, að hann er danskur, rammdanskur; fyrst og fremst er hann lotinn á velli og í öðru lagi lifir hann alla jafna hálft í draumi og hálft í vöku; hann er undarlegt sambland af hugsæing og hlutsæing; hann finnut hjá sjer stöðuga þrá til að halda burt út í heiminn og leita frægðar og frama, en allt af snýr hann við heim aptur og fær ekki losað sig, af þeim vanafjötrum, er binda hann við átthagana; og þannig verður það úr á endanum að hann situr kyr þarna a

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.