Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 21

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 21
181 er um langan tíma hafði borið ægishjálm yfir allri Evrópu, loks var hnepptur í hald á eyðieyju út í reginhafi. Langt í austri gat að líta, hversu gamla Hellas reisti við að nýju, hversu fegurðin og hugsjón hinnar rjettu trúar vann sigur á hroðanum og hinni hvumleiðu vantrú. Við höfðum líka sjálfir, — eða rjettara sagt ágætismaðurinn Thorvaldsen fyrir vora hönd, — stutt að því að endurreisa hið fallna ríki fegurðarinnar. En við höfðum sjálfir — og það var okkar mesti metnaður — grafið fram úr myrkrunum nýjan, þjóðlegan heim, sem allflestum þótti ekki minna í varið að fegurð og auðgi en hinn hellenska; það var fornöld vor, fegursti og frægasti tími í sögu norrænna þjóða, áð- ur en fjandskapur og flokkadrættir skiptu því ríki, er tengt var svo nánum sifjum, í tvo andstæða hluta. En að eins fimtán árum eptir að Sviþjóð hafði svipt okkur Noregi, setur stórskáld Svía, Tegnér, lársveig um enni 0hlenschlágers í dómkirkjunni í Lundi — þar sem erkistóll Dana hafði staðið fyrir eina tíð —■ og mælir svo feldum orðum: »Skaldernas Adam ár hár, den nordiske sángarekungen Tronarfvingen i diktningens verld, ty tronen ár Goethes.-- Söndringens tid ár förbi (och hon borde ej funnits i andens Fria, oándliga verld), och beslágtade toner, som klinga Sundet utöfver, förtjusa oss nu, och synnerligt dina. Derföre Svea Dig bjuder en krans, hár för jag dess talan: Tag den af broderlig hand och bár den til minne af dagen*.1 Og þær hugsanir, er hjer komu fram, efldust og styrktust; þær breiddust brátt út um öll Norðurlönd og áttu ekki að eins heima í »hinum frjálsa andans heimi, er engra takmarka kennir«. Það voru hugsanir, er sættu eigi neinum verulegum hnekki fyr en 1864, og þá líklega að eins um stundarsakir; það voru hugs- anir, sem urðu mikils góðs og ef til vill líka mikils ills valdandi, því að óðar en að komið var í nöp með Dönum og Þjóðverjum, þótti mönnum sem Norðurlönd væru upphaf allra góðra hluta og fátt að nokkru nýtt, sem ekki var þaðan runnið. Samþýðis- 1 Þ. e. Hjer stendur þú Adam skáldanna, konungur norrænna þula, erfingi að hástóli skáldríkisins, því að hann skipar nú Goethe. Osáttartíminn er úti (og slíkt hefði aldrei átt að eiga sjer stað í hinum frjálsa andans heimi, er engra takmarka kennir); og náskyldir tónar berast handan um sundið og töfra oss nú, einkum þínir. Þess vegna býður Svíþjóð þjer þennan sveig og mælir fyrir minn munn: Þigg hann af bróðurhönd og ber hann til menja um þennan dag.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.