Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 11
Pó það sé nú eigi sagt me5 berum oröum, hver mál eigi ab telja
til fyrra flokksins og hver til hins síbara, þá ber þó stefnuskráin
ljóslega með sér, hver þau mál eru, sem flokkurinn leggur mesta
áherzlu á, að fyrst sé ráðið fram úr. Röðin ein nægir til að sýna,
að það eru atvinnumálin (nr. I—4), sem hann fremst af öllu ber
fyrir brjósti, ogþá framar öllu öðru LANDBÚNAÐURINN (nr. 1).
Framsóknarflokkurinn hefir með réttu séð, að það er einmitt þessi
atvinnuvegur, sem framtíð landsins verður aðallega að byggjast á.
Og þar sem það hins vegar er ljóst, að landbúnaðurinn sem
stendur er mjög tæpt staddur og á mjög í vök að verjast gagn-
vart hinum sívaxandi sjávarútvegi, þá hefir flokkurinn álitið, að
vinda yrði bráðan bug að því, að vinna að efling hans. Pví megi
með engu móti skjóta á frest. Og jafnframt er það svo skýrt
tekið fram, á hvern hátt þetta skuli gert, að öllu ákveðnari yfir-
lýsing er naumast hægt að hugsa sér. Pað á fyrst og fremst að
gera með endurskoðun á landbúnaðarlöggjöfinni, og má
nærri geta að full þörf muni orðin á henni, þar sem sumt af þeirri
löggjöf stafar frá 1280 og er því um 600 ára gamalt. Það
er, margt orðið úrelt, sem yngra er. En auk þess er mönnum
orðið ljóst, að sú endurskoðun, sem fram fór á nokkrum köflum
þessarar löggjafar fyrir tæpum 20 árum, hefir í sumum greinum
hraparlega mistekist, og eru í stefnuskránni sérstaklega til nefndir
þeir agnúar, sem augsýnilega standi almennum búnaðarframförum
fyrir þrifum, og því verði að ráða bráðar bætur á. Allir hljóta
að játa, að auknar jarða- og húsabætur séu ein hin helztu skilyrði
fyrir þrifum landbúnaðarins. En eðlilegt er, að leiguliðar kveinki
sér við að leggja fé sitt og krafta í þær að nokkrum mun, meöan
þá vantar nægilega trygging fyrir því, að þeir sjálfir eða niðjar
þeirra fái að njóta góðs af þeim. Einmitt þess vegna vill Fram-
sóknarflokkurinn með lögum tryggja leiguliðum arð eða
uppbót fyrir allar þær jarða- og húsabætur, sem þeir
kunnaaðgera, og ‘má vænta, að það mundi að stórum mun
örva menn til framkvæmda í þessu og leiða til mikilla framfara í
búnaði, ekki sízt, þegar jafnframt er gert ráð fyrir að styðja
þessar framkvæmdir með ríflegum lánum og fjárveitingum.
En Framsóknarflokkurinn lætur svo sem ekki hér við sitja.
Hann heitir einnig að létta gjöldum á landbúnaðinum og
veita auk þess ríflega fé, ýmist að láni eða gjöf, til þess að stofna
fyrirmyndarbú, mjólkurbú, slátrunarhús, útvega markað