Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 60
6o sleðana þjóta bæ frá bæ, og honum fanst Gleðin halda í taum- ana, og Fegurð og Kærleikur standa á kjálkunum. Ó, hvað hann þráði frið hinna eilífu skóga. f*ar norður frá, þar sem trén standa þráðbein sem súlur upp úr jafnsléttunni, þar sem snjórinn liggur í þungum lögum á hreyf- ingarlausum greinunum, þar sem vindurinn er þróttlaus og aðeins getur leikið sér hóglega að nálum toppanna, þar vildi hann ganga inn, lengra og lengra, alt þangað til kraftar hans mundu þverra og hann mundi hníga niður undir stóru trjánum, dauðvona af hungri og kulda. Hann þráði hina stóru ymjandi gröf fyrir norðan Löfven, þar sem öfl eyðileggingarinnar skyldu geta orðið honum yfirsterkari, þar sem hungrinu, þreytunni, kuldanum og brennivíninu loksins skyldi takast að yfirbuga þennan vesalings skrokk, sem gat þolað alt. Hann var kominn niður að veitingahúsinu og ætlaði að bíða þar til kvelds. Hann hafði farið inn í veitingastofuna og sat í hálfgerðu rænuleysis móki á bekknum við dyrnar, og dreymdi um hina eilífu skóga. Veitingakonan kendi í brjósti um hann og gaf honum eitt staup af sterka, gómsæta brennivíninu sínu. Hún gaf honum meira að segja annað til, af því hann bað hana svo vel. Meira vildi hún ekki gefa honum, og förumaðurinn varð al- veg eyðilagður. Hann varð að fá meira af þessu sterka, gómsæta brennivíni. Hann varð enn þá einusinni að finna hjartað hoppa í brjósti sér og hugsanirnar glæðast við áhrif vínsins. Ó, þessi blessaði korndrykkur, sólskin sumarsins, fuglasöngur þess, ilmur og fegurð flaut alt á bylgjum hans. Enn einusinni, áður hann hyrfi í nótt og myrkur, vildi hann njóta sólskins og hamingju. Svo lét hann fyrst mjölið, svo mjölpokann og að síðustu sleðann — alt fyrir brenniyín. Af því varð hann dauðadrukkinn og svaf svo langan tíma á bekk í drykkjustofunni. Pegar hann vaknaði, sá hann, að það var ekki nema um eitt að velja fyrir hann í þessum heimi. Ur því þessi vesæli skrokkur hefði náð valdi yfir sál hans, úr því hann hefði getað fengið af sér að drekka upp það, sem barnið hafði trúað honum fyrir, úr því hann væri svívirðing fyrir jörðina, þá hlyti hann að losa hana víð að bera þennan ræfil. Hann hlyti að gefa sál sinni frelsi, lofa henni að fara til Guðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.