Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 67
6 7 duglegur prestur, en aldrei var Gústaf Berling sá, sem þú drektir brennivíni, jafn-engilhreinn og Margrét Celsing, sú sem ég kæfði í hatri. Viltu lifa ?« Gústaf féll á kné fyrir majórsfrúnni. »Fyrirgefið mér,» sagði hann, »ég get það ekki.« »Eg er gömul kona,« sagði majórsfrúin, »hörðnuð af miklum mótgangi, og hér sit ég og rek raunir mínar fyrir flakkara, sem ég hef fundið hálfdauðan í snjóskafli við veginn. Maklega fer mér. Látum hann fara og verða sjálfsmorðingja; þá getur hann að minsta kosti ekki sagt neinum frá flónshætti mínum.« »Majórsfrú góð, ég er engin sjálfsmorðingi, ég er dauða- dæmdur. Gjörið mér ekki baráttunu of erfiða. Eg get ekki lifað. Líkaminn hefir orðið sál minni yfirsterkari, þessvegna verð ég að láta hana lausa; lot'a henni að fara til Guðs.« »Já, já, svo þú heldur hún fari þangað?« »Verið þér sælar, majórsfrú Samzelíus, og þakka yður fyrir.« »Vertu sæll, Gústaf Berling.« Förumaðurinn stóð upp og skjögraði niðurlútur fram að dyr- unum. Lessi kona hafði gert leiðina til hinna eilífu skóga erfiða fyrir hann. Pegar hann kom að dyrunum, gat hann ekki stilt sig um að líta aftur. fá mætti hann augnaráði majórsfrúarinnar, sem sat kyr og horfði á eftir honum. Flann hafði aldrei séð þvílíka breytingu á andliti, og hann staðnæmdist og starði á hana. Flún, sem ný- lega hafði verið reið og ógnandi, virtist nú algjörlega ummynduð og augu hennar tindruðu af utnburðarlyndum, hluttakandi kærleik. Pað var eitthvað í brjósti hans, í hans eigin afvegaleidda hjarta, sem ekki stóðst þetta augnaráð; hann studdi enninu við dyra- stólpann, lyfti handleggjunum upp yfir höfuð sér og grét, eins og hann ætlaði að springa. Majórsfrúin fleygði krítarpípunni í eldinn og gekk til hans. Hreyfingar hennar urðu alt í einu móðurlega blíðar. »Svona nú, drengur minnl« Og hún dró hann niður til sín á bekkinn við dyrnar, svo að hann grét með höfuðið í kjöltu hennar. »Viltu enn þá deyja?« Hann ætlaði að þjóta upp. Hún varð að halda honum með valdi. »Nú segi ég þér það í síðasta sinn, að þú getur gjört eins þér þóknast. En því lofa ég þér, að ef þú vilt lifa, þá skal og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.