Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 18
i8 Framsóknarflokknum, hafa því Heimastjórnarmennirnir stimplað sjálfa sig sem afturhaldsflokk. En hvernig verður þessu komið heim við yfirlýsingu Heima- stjórnarflokksins um, að hann vilji styðja öll þau mál, sem standi í stefnuskrá Framsóknarflokksins? Jú, það er ofurhægt, ef betur er að gáð. Loforði hans um stuðninginn fylgir sem sé dálítil við- bót, sem menn verða vel að taka eftir. Hann heitir þeim aðeins fylgi sínu »á sínum tíma«. En hvenær sá tími muni koma, um það segir flokkurinn ekkert. Hann getur komið að io eða 20 eða kannske ekki fyr en að 50 árum liðnum. Eví að flokkurinn ekki miðar við eitt kjörtímabil (6 ár), má sjá af því, að hann segist »verða a^ takmarka sig á næstu 3 þingum«. Pegar svo Framsókn- arflokkurinn fer að bera fram málin á þingi, getur Heimastjórnar- flokkurinn jafnan sagt, að hann hafi að vísu lofaö þeim fylgi sínu, en það fáist nú ekki núna, sinn tími sé enn ekki kominn. Og hér við bætist annað meira. Heimastjórnarflokkurinn hefir að vísu lofað að styðja öll þau mál, sem standi í stefnuskrá P'ram- sóknarflokksins, en hann hefir forðast eins og heitan eld að gefa minstu bendingu um það, á hvern hátt hann ætli sér að styðja þau. Eað er því engin minsta trygging fyrir því, að hann ætli sér að styðja þau á sama hátt og Framsóknarflokkurinn, heldur bendir andstaða hans miklu fremur á, að hann hugsi sér stuðning- inn með einhverju öðru móti, en sem ekki sé vert að vera að segja frá. Kjósendurna varði ekkert um það. Pað má því vei búast við því, að þegar á þing er komið og Framsóknarflokkur- inn fer að bera málin fram samkvæmt stefnuskrá sinni, þá rísi Heimastjórnarflokkurinn upp og segi, að ekki hafi hann nú hugsað sér það svona, heldur einhvern veginn öðruvísi, og komi svo með ótal »fleyga«, sem verði málunum að falli. Og þá hefir afturhalds- stefnan gengið sigri hrósandi af vígvellinum. í þessum tveimur atriðum hefir Heimastjórnarflokkurinn greini- lega svarið sig í ætt við alla afturhaldsflokka, ekki hvað sízt við Hægriflokkinn danska (Estrúpsliðið). Sá flokku. hefir jafnan í ávörpum sínum til þjóðarinnar heitið flestum framfaramálum fylgi sínu, án þess að láta nokkuð uppi um, hvernig því ætti að vera varið. Petta hefir hann orðið að gera vegna kjósendanna. En svo þegar Vinstrimenn hafa farið að bera mál sín fram á ríkis- þinginu, þá hafa Hægrimenn ýmist reynt að skjóta þeim á frest eða eyðileggja þau með fleygum og óaðgengilegum breytingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.