Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 37
37 vóru í heilu héraði, þannig að hestarnir úr einum hreppi skyldu reyna sig við alla hesta úr öðrum hreppi. Vóru þá, áður en hestaatið hófst, til nefndir dómarar, til þess að kveða upp úrskurð um það, hvorir betur hefðu, og skyldi hver hreppur til taka sinn dómara. Og þeirra dómsúrskurði, er fyrir kosningu urðu, skyldu allir verða að hlíta, þeirra atkvæði skyldu standa. Pegar jafn- margir hestar úr hvorum hreppi höfðu bæði sigrað og farið hall- loka, þá var það skoðað sem jafnvígi. Svo er að sjá sem fá eða engin hestaþing hafi endað alveg róstulaust eða án þess, að í handalögmál eða bardaga hafi slegið milli einhverra af þeim, sem fylgja áttu hestunum. Peir létu sér sem sé ekki ætíð nægja að keyra hest sinn eða styðja, þegar hann reis upp á afturfótunum, heldur höfðu þeir það stundum til að hrinda honum áfram með svo miklum krafti, að mótstöðuhest- urinn yrði að falla aftur á bak, enda tókst það stundum svo vel, að ekki var nóg með það, að hesturinn sjálfur félli, heldur féll líka sá maður eða þeir menn, er þann hest studdu, og urðu undir honum. Sömuleiðis neyttu menn stundum hestastafsins til fleira, en til að keyra sinn hest fram; þegar menn sáu, að það ekki dugði, þá höfðu menn það til að ljósta mótstöðuhestinn með stafnum, sumpart á meðan á sjálfu víginu stóð, til þess að halda aftur at honum, og sumpart eftir á af öfund og gremju, til þess að hefna sín á honum. Petta var svo algengt, að í lögunum var lögð sér- stök sekt við slíkum höggum, sem kölluð var öfundarbót, auk skaðabóta samkvæmt dómi til eiganda hestsins, þegar meiðsli urðu af högginu. En þegar eigandi þess hests, er fyrir þessu varð, sá, að níðst var á hesti hans, varð hann vanalega svo æfur, að hann nenti ekki að láta sökina bíða dóms og laga, og kaus heldur að jafna það á hinum með því að slá hann sjálfan með hestastaf sín- um. En af því reis aftur oft hörð barátta milli eigenda hestanna, sem fleiri eða færri aí áhorfendunum urðu að taka þátt í, er þeir annaðhvort reyndu að stilla til friðar, eða skipuðu sér í tvo and- víga flokka, hvor með sínum hesteiganda, og gat þá stundum slegið í reglulegan bardaga, sem fyr eða síðar varð valdandi fleiri eða færri mannvíga. Eftir þetta almenna yfirlit yfir hestaþingin skulum vér nú til smekkbætis tilfæra orðrétt fáeina kafla úr sögunum okkar, þar sem hestavígum er lýst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.