Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 59
59
»Pér er víst óhætt að fara heim og læra betur! Faðir minn
er á húsvitjunarferö, skaltu vita.«
Pað kemur einhver akandi á eftir okkur upp brekkuna. Eg
heyri hvernig marrar í snjónum undir sleðakjálkunum. En ef það
væri nú hann, sem kemur.
Telpan hlustaði og skimaði í þá áttina; svo fór hún að há-
gráta. »Eað er hann faðir minn,« sagði hún kjökrandi, »hann gerir
útaf við mig, hann gerir útaf við mig!«
»Já, nú eru góð ráð dýr, og skjót ráð betri en silfur og
gull,« sagði beiningamaðurinn.
»Sjáðu,« sagði barnið, »þú getur hjálpað mér. Taktu við
reipinu og dragðu sleðann, þá heldur faðir minn, að þú eigir
hann.«
»Hvað á ég svo að gera við hann?« sagði beiningamaðurinn
og lagði reipið um herðar sér.
»Farðu með hann hvert sem þú vilt nú. en komdu með hann
upp að prestssetrinu, þegar orðið er dimt. Ég skal hafa gætur
á þér. En þú verður að koma með polcann og sleðann, heyrirðu
það!«
»Ég skal reyna.«
»Guð hjálpi þér, ef þú kemur ekki,« hrópaði telpan um leið
og hún hljóp frá honum til að flýta sér heim á undan föður
sínum.
Förumaðurinn sneri sleðanum hryggur í hug og'dró hann niður
að veitingahúsinu.
Hann hafði dreymt sína drauma, veslinginn, meðan hann
gekk þarna í snjónum með hálfbera fætur, Hann hafði verið að
hugsa um stóru skógana norður við Löfven, stóru Finnskógana.
Hérna í Brúarsókn, þar sem hann nú gekk fram með sund-
inu, sem sameinar efra og neðra Löfven, í þessum héruðum, sem
voru alkunn fyrir auð og fegurð, þar §em herragarður liggur við
herragarð, járnnáma við járnnámu, hérna voru honum allir vegir
of erfiðir, öll herbergi of lítil, öll rúm of hörð. Hér hlaut hann
að þrá beisklega frið hinna stóru eilífu skóga.
Hér heyrði hann þreskivölinn hamra í hverjum láfa, eins og
þreskingin ætlaði aldrei að taka enda. Viðarhlöss og kolakerrur
komu án afláts heim úr skógunum ótæmánlegu. Endalausar raðir
af vögnum, hlöðnum málmum, ólcu eftir vegunum í djúpum hjól-
förum, sem hundruð fyrirrennara höfðu grafið niður. Hér sá hann