Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 35
35
Hestaþingið var vanalega haldið á sléttri flöt eða árbakka og
skipuðu áhorfendurnir sér þar í hring í kringum vígsvæðið, til
þess að geta fylgst sem bezt með öllum gangi atsins. Par sem
það nú ekki var með öllu hættulaust, að standa svo nærri sjálfu
vígsvæðinu, þá var það ákveðið í lögum, að við hestaat yrði hver
að ábyrgjast sig sjálfur og hafa það bótalaust, eí það yrði að
slysi.
Sjálft hestaatið hófst með því, að tveir menn, er til þess vóru
teknir, teymdu hesta þá, sem etja átti saman, burt frá öðrum
hrossum, er látin vóru standa bundin saman í nokkrum fjarska á
meðan hestavígið fór fram. Síðan teymdu þeir víghestana inn í
mannhringinn, og var það kallað að leiða hestana fram eða
saman. Og nú risu hestarnir upp á afturfótunum og tóku að
bítast og ráða hvor á annan með framfótunum. Jafnskjótt og
vígið hófst, hurfu þeir, er leitt höfðu hestana fram, frá og inn í
áhorfendahópinn. En þá tóku aðrir við, sem settir vóru til þess,
að fylgja hestunum, vanalega einn maður hvorum hesti, en þó
stundum tveir. Peir höfðu hestastaf eða hestastöng í hendi
og áttu að aðstoða hestana í atinu, sumpart með því, að keyra
þá áfram með stafnum, og sumpart með því, að styðja þá að aftan,
þegar hestarnir risu upp á afturfótunum. Vanalegast fylgdi hver
eigandi sínum hesti, jafnvel þó um höfðingja væri að ræða; en þó
er þess stundum getið, að aðrir en eigendurnir vóru fengnir til að
fylgja þeim.
þegar tveir ágætir víghestar áttust við, gat víg þeirra varað
mjög lengi, jafnvel svo stundum skifti. En þá var atinu ekki
haldið áfram í sífellu, heldur í svo og svo mörgum lotum og
með hvíldum á milli. Annars var atinu haldið áfram, unz ann-
hvor hestanna annaðhvort flýði (rann) eða féll örmagna af þreytu
eða dauður til jarðar, og lustu þá áhorfendurnir upp ópi miklu,
sem eftir því sem á stóð ýmist gat verið fagnaðar- og siguróp
eða þá látið í ljósi misþóknun þeirra,
Stundum virðist atið að eins hafa átt sér stað milli tveggja
hesta, eftir því sem eigendur þeirra höfðu fyrirfram komið sér
saman um. En annars gátu mörg hestavíg farið fram á sama
hestaþinginu, og jafnvel mörg í senn, og svo mun það hafa verið
að öllum jafnaði. Og eins var sami hesturinn oft látin þreyta víg
við marga hesta, hvern eftir annan. En til vóru líka önnur stærri
hestaþing, þar sem menn öttu saman öllum þeim hestum, sem til
3’