Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 75
75
orðfleiri, en riímið hefir eigi leyft það. Reyndar mætti gera dálitlar athugasemdir
við stafsetning sumra íslenzkra nafna o. s. frv. En slíkir smámunir hafa enga þýð-
ingu. Og auk þess gerir höf. grein fyrir þeim í formálanum.
»Islands Kultur« er sönn og skilrík bók. Hún fer með engar ýkjur, en færir
ávalt sterkar sannanir fyrir máli sínu. Höf. skýrir rétt og látlaust frá mjög miklum
framförum, sem ísland og íslendingar hafa tekið síðustu áratugina. Með einlægri
ættjarðarást og bjargfastri trú á framtíð Islands er bent á, að framfarir þessar eru
aðeins byrjun: ísland á beztu framtíð fyrir höndum, »ef að þjóðin þar til ber þrek
og hygni og vilja«. I bók þessari getur íslenzka þjóðfélagið séð mynd sína, og myndin
er framar öllum vonum fögur og blómleg og íslendingum til sóma.
»Islands Kulturc er þýðingarmikil og þörf bók. Hún er einkum rituð lianda
Dönum. En þeir hafa allra manna mest þörf á því að fræðast um ísland. Henni
hefir og verið tekið ágætlega í Danmörku. Ritdómar hafa komið um hana í öllum
aðalblöðum Dana, og óefað verður rætt um hana í mörgum dönskum tímaritum.
Allir ritdómarnir ljúka lofsorði á bók þessa, og allir bera þeir vott um mesta vel-
vilja til íslands og íslendinga.
Hér skal að síðustu sett lítið sýnishorn þess, sem ritað hefir verið um »Islands
Kultur« í nokkrum blöðum og tímaritum, sem vér höfum við hendina. Sýnishorn
þetta er alls eigi orðrétt. fað er lauslega þýtt. Og fleiri málsgreinar eru dregnar
saman í eitt, til þess að þær taki sem minst rúm.
»Berlingske Tidende<i.: Hinn ágæti jarðfræðingur og landfræðingur íslands,
prófessor forv. Thoroddsen hefir ritað inngang að »Islands Kultur«. Inngangur
þessi er ágæt náttúrulýsing á íslandi, þótt hún sé stutt. »Náttúra íslands er svo
einkennileg, að landið má telja með merkilegustu löndum í heimi«. Dr. Valtý Guð-
mundssyni hefir tekist verk sitt vel. Bók hans er hugðnæm og skemtileg. Og efni
hennar er flestum Dönum hreinasta nýjung. Vér ráðum öllum, sem vilja kynna sér
ísland og íslendinga að lesa rækilega bók þessa. ]?að þarf að breiða út þekkingu
á íslandi í Danmörku. Bók dr. Valtýs er góð byrjun þess. Vonandi líður eigi á
löngu, áður en hún kemur aftur út í nýrri og aukinni útgáfu.
'>'>Dagbladet«.: »Islands Kultur« er ágæt og handhæg handbók í öllu, sem ís-
land snertir. Miklar ffamfarir hafa orðið á Islandi, síðan íslendingar fengu stjórnar-
bótina 1874. Og þær verða óefað miklu meiri, þegar stjórnarbaráttan, sem höf.
hefir tekið svo mikinn þátt í, verður nú loksins til lykta leidd.
'>')Dannebrog«: Til allrar liamingju eru ísland og Danmörk að komast í nán-
ari kynni en áður. En vér Danir höfum hingað til eigi haft aðgang að handhæg-
um bókum um hag íslands og íslenzk málefni á þessum tímum. Bókin »Islands
Kultur«, eftir hinn nafnkenda íslenzka stjórnmálamann, dr. Valtý Guðmundsson
kemur því á réttum tíma og í beztu þarfir. »Islands Kultur« vekur hjá oss virðingu
fyrir þolgæði íslendinga, og sjálfstæð þjóðmenning þeirra hrífur oss. Island á eftir
fólkstölu fleiri skáld og rithöfunda en nokkur önnur þjóð. íslendingar eiga enn þá
afarmikinn ónotaðan auð í jarðveginum, fossunum og hafinu. Þeir geta með styrk
frænda sinna í Danmörku átt ágæta framtíð fyrir höndum. Óefað verður þess eigi
langt að bíða, að ísland fær ritsíma-samband við umheiminn.
»Dansk Kirketidende<i: »Islands Kultur« er falleg og skemtileg bók. Höf,
hennar, dr. Valtýr Guðmundsson, hefir leyst verk sitt prýðilega af hendi. Bókin er
honum til mikils sóma, og er í raun og veru aíburðaritverk (monumentált Vœrk).
Hún veitir oss Dönum mjög gagnlega og hugðnæma fræðslu. Og íslendingar hafa
fulla ástæðu til að vera glaðir og hreyknir yfir henni, Inngangur bókarinnar er um
náttúru íslands. Hann er eftir f^orv. Thoroddsen.