Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 49
49
Gulltöflurnar.
Eftir STEPHÁN G. STEPHÁNSSON.
Svo vermdu þá, Kanada’, í kjöltunni þinni
upp kólnaöa frændsemi’ og ættjaröar-minni.
Ver frjálsust, ver hollviljuð hugsjónum ungu,
ver heimaland sérhverrar þjóðar og tungu.
Pó aðkomin loftunga ofhrós þér segi,
ef ættjörð hann svívirðir, — trú honum eigi!
fví hann bæri’, ef á reyndi, sæmd þína' í sjóði;
hans sjóndeildarhringur er laustekinn gróði.
Pað innræti flýtur með flugumanns-blóði.
Pú manst hvernig fór, þegar fornöld var unnnin
og fallinn var Surtur og goðheimur brunninn
og jörð okkar hrunin og himnarnir níu,
svo heimur og sól varð að gróa’ upp að nýju:
Pað geymdist þó nokkuð, sem á varð ei unnið
af eldinum, — gulltöflur, þær höfðu’ ei brunnið.
Við sitjum hér, Kanada’, í sumars þíns hlynning
og sólvermdu grasi að álíka vinning —:
Hver gulltafla er íslenzk endurminning.
ATHS. tetta eru 2 síðustu erindin úr íslendingadagskvæði 1902 fyrir minni
Kanada. Kvæðið alt heíir verið prentað í »Heimskringlu«, en oss finst það væri
synd, ef engir aðrir en lesendur hennar fengju að sjá þessi gullfallegu erindi, og
tökum oss því »Bessaleyfi« til að láta EIMR. flytja lesendum sínum þau. Þeir af
þeim, sem hafa séð þau áður, hafa gott af að sjá þau aftur, því »sjaldan er góð
vísa of oft kveðin«.
En hvernig var það? Var það þessi perla, sem verðlaunin hlaut hjá Winni-
peg-nefndinni, eða fóru menn fram hjá henni og verðlaunuðu bara gutlið? En hvað
sem því líður, þá ætti ekki að þurfa á neinum verðlaunum að halda framvegis, því
þessi erindi ættu að vera sjálíkjörin til að verða PjÓÐSÖNGUR VESTUR-ÍSLEND-
INGA. Og þeir ættu að fá einhvern tónsnilling (t. d. Sveinbjörn Sveinbjörnsson) til
að semja lag við hann. RITSTJ.
4