Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 17
'7 O jæja, hann hefir reynsluna fyrir sér í því efni og öll von að brent barn forðist eldinn. Hann lofaði því einu sinni að leggja líf og blóð í sölurnar til þess, að hindra »lögfesting« sérmálanna í ríkisráðinu og koma inn í stjórnarskrána banni gegn meðferð þeirra þar. Og öll blöð flokksins stimpluðu þá sem landráða- menn, sem ekkert vildu við þeirri spurningu hreyfa. Og svo efndi flokkurinn þetta loforð sitt með því, að samþykkja þessa sömu »lögfesting«, — ekki með þögninni einni, heldur með skipun um að sérmálin skyldu borin upp í ríkisráðinu. Pegar flokkur- inn hefir slíka reynslu um það, hvernig honum hefir gengið að efna eitt einasta loforð, þá er öll von að hann ói við efndun* um, ef um mörg væri að ræða. Pað er öðru máli að gegna með Framsóknarflokkinn, sem hingað til hefir tekist að halda öll sín loforð. En þrátt fyrir þessa sorglegu reynslu sína lýsir Heimastjórn- arflokkurin því þó »jafnframt« yfir, »að öll þau mál, sem í ávarpinu (Framsóknarflokksins) standi, muni hafa fult fylgi hans á sínum tíma.« Ja, hvað er nú a’ tarna! Hvað sagðirðu þarna? Hvernig á að koma þessu heim og saman? Fyrst segir flokkur- inn, að hann vilji ekki telja upp mörg mál, af því að vandaminna sé að efna fá loforð en mörg. En svo lýsir hann því »jafnframt« yfir, að öll þau mál — undantekningarlaust —, sem standi í ávarpi Framsóknarflokksins, muni hafa fult fylgi Heimastjórnar- flokksins. Vandinn eða hættan, sem flokkurinn er svo hræddur við, liggur þá einungis í því, að telja málin upp, en ekki í því, að heita þeim fylgi sínu. Mörgum kann nú að virðast, að Heimastjórnarflokkurinn hafi með þessari yfirlýsingu sinni algerlega undirskrifað stefnuskrá Fram- sóknarflokksins, þar sem hann heitir öllum þeim málum, sem í henni standi, fullu fylgi sínu, og kveðst líka rétt á eftir vera Framsóknarflc'^knum samdóma um það, að atvinnumálin eigi ab skipa öndvegissessinn eða sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum málum. Hér sé því ekki framar um tvo flokka að ræða, heldur aðeins einn. En þessi skilningur getur þó ekki staðist. IJað eitt nægir til að sýna það, að mennirnir hafa fundið sig knúða til að skipa sér í sérstakan flokk, sem mótsetning við Framsóknarflokkinn. En hvað er þá mótsetning framsóknarinnar? Hvað annað en aftur- haldið eða íhaldið. Með því að skipa sér í flokk, andvígan 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.