Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 22
22
stórpólitíkin eigi »hér eftir sem hingað til« að sitja í fyrirrúmi
fyrir öllu öðru, því henni ætli hann að helga »alla krafta sína«.
En að því er til verklegu framfaramálanna kemur, þá vill hann
enga ákveðna stefnuskrá láta uppi. Hann getur þess að eins laus-
lega, að öll þau mál, sem Framsóknarflokkurinn hafi talið upp, muni
hafa fylgi hans »á sínum tíma«. En þar á móti gefur hann
enga bendingu um, hvernig þessu fylgi eigi að vera varið, eða
hvenær það muni fást, nema hvað ekki virðist mega búast við því
á næsta kjörtímabili, því hann getur þess, að »á næstu 3 þingum
verði hann að takmarka sig«, líklega vegna hinnar fyrirhuguðu
nýju stórpólitisku baráttu. Og að því er snertir spurninguna um
það, hvort flokkurinn muni vilja styðja hverja heiðarlega landsstjórn,
sem vinni að málunum í framsóknaranda, þá er dauðaþögn.
Getur nú nokkrum manni, sem les þessi tvö ávörp og ber
þau saman, blandast hugur um það, hvorum megin hinir sönnu
framsóknarmenn eru, og hvorum megin afturhaldsmenn-
irnir? Að vísu skal það játað, að undir ávarp Heimastjórnar-
flokksins hafa skrifað nokkrir menn, sem hingað til hafa verið
framsóknarmenn í flestum málum, og einmitt það getur verið tals-
vert villandi. En hvað stoðar það fyrir framtíðarpólitík vora, úr
því að þessir menn hafa látið glepjast svo og ánetjast af aftur-
haldsliðinu, sem ræður lögum og lofum í flokknum, að þeir þykjast
ekki geta við það skilist. Auk þess virðist ýmislegt benda á, að
farið sé að sannast á þeim máltækið: »Hver dregur dám af sín-
um sessunaut«. Pví til sönnunar má nefna kvitt þann, sem komið
kvað hafa upp í Reykjavík um þingtímann síðastliðið sumar við-
víkjandi því, hvern Heimastjórnarflokkurinn helzt vildi láta skipa
hinn nýja stjórnarsess. Sagan segir, að flokkurinn hafi álitið bezt
til þess kjörinn mann, sem lengi hefir verið einn þáttur í Estrúps-
stjórninni gömlu og jafnan komið fram sem rammur afturhalds-
maður, en aldrei á sinni löngu pólitisku lífsleið átt upptök að einu
einasta framfaramáli. Petta er nú ofboð skiljanlegt frá sjónarmiði
afturhaldsliðsins í Heimastjórnarflokknum. En sé það satt, að
sumir af framsóknarmönnum flokksins hafi einmitt viljað halda
hópinn, til þess að styðja að þessu, þá virðast þeir nú vera
orðnir töluvert »smittaðir« af afturhaldsandanum. ÍVí erfitt
mun að gera mönnum skiljanlegt, að sannir framsóknarmenn áh'ti
framfaramálum landsins bezt borgið í höndum rammrar afturhalds-
stjórnar. En ekki er það síður sorglegt, að sjá þá vöntun á