Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Page 67

Eimreiðin - 01.01.1903, Page 67
6 7 duglegur prestur, en aldrei var Gústaf Berling sá, sem þú drektir brennivíni, jafn-engilhreinn og Margrét Celsing, sú sem ég kæfði í hatri. Viltu lifa ?« Gústaf féll á kné fyrir majórsfrúnni. »Fyrirgefið mér,» sagði hann, »ég get það ekki.« »Eg er gömul kona,« sagði majórsfrúin, »hörðnuð af miklum mótgangi, og hér sit ég og rek raunir mínar fyrir flakkara, sem ég hef fundið hálfdauðan í snjóskafli við veginn. Maklega fer mér. Látum hann fara og verða sjálfsmorðingja; þá getur hann að minsta kosti ekki sagt neinum frá flónshætti mínum.« »Majórsfrú góð, ég er engin sjálfsmorðingi, ég er dauða- dæmdur. Gjörið mér ekki baráttunu of erfiða. Eg get ekki lifað. Líkaminn hefir orðið sál minni yfirsterkari, þessvegna verð ég að láta hana lausa; lot'a henni að fara til Guðs.« »Já, já, svo þú heldur hún fari þangað?« »Verið þér sælar, majórsfrú Samzelíus, og þakka yður fyrir.« »Vertu sæll, Gústaf Berling.« Förumaðurinn stóð upp og skjögraði niðurlútur fram að dyr- unum. Lessi kona hafði gert leiðina til hinna eilífu skóga erfiða fyrir hann. Pegar hann kom að dyrunum, gat hann ekki stilt sig um að líta aftur. fá mætti hann augnaráði majórsfrúarinnar, sem sat kyr og horfði á eftir honum. Flann hafði aldrei séð þvílíka breytingu á andliti, og hann staðnæmdist og starði á hana. Flún, sem ný- lega hafði verið reið og ógnandi, virtist nú algjörlega ummynduð og augu hennar tindruðu af utnburðarlyndum, hluttakandi kærleik. Pað var eitthvað í brjósti hans, í hans eigin afvegaleidda hjarta, sem ekki stóðst þetta augnaráð; hann studdi enninu við dyra- stólpann, lyfti handleggjunum upp yfir höfuð sér og grét, eins og hann ætlaði að springa. Majórsfrúin fleygði krítarpípunni í eldinn og gekk til hans. Hreyfingar hennar urðu alt í einu móðurlega blíðar. »Svona nú, drengur minnl« Og hún dró hann niður til sín á bekkinn við dyrnar, svo að hann grét með höfuðið í kjöltu hennar. »Viltu enn þá deyja?« Hann ætlaði að þjóta upp. Hún varð að halda honum með valdi. »Nú segi ég þér það í síðasta sinn, að þú getur gjört eins þér þóknast. En því lofa ég þér, að ef þú vilt lifa, þá skal og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.