Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 6

Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 6
86 stekkur, torfbær, ekki gamall. Góðum spöl innar er Bræðra- borg, yzt húsanna, og Hjarðarholt næst. Þar er Sigvaldi póstur, einkennilegur skeggkarl og fer sinna ferða. fau hús eru hvorugt gamalt Nokkru innar er Líverpól. Par bygði Svein- bj. Jacobsen fyrst 1871 og verzlaði þar til '82. Pá keypti Gránu- fél. húsið og verzlar þar um stund, en reif það ogflutti út á Vestdals- eyri, þegar hús þess þar brann um 1895. Á þeirri tóft reistu þeir Johansen og Stefán Th. Jónsson það vöruhús, sem nú er þar, og gerðu góða hafskipabryggju fram af; hina einu norðan fjarðar. Seyðisfjörður. Imslandsbúð er næst neðan götu og lítil bátabryggja fram undan. Bað hús bygði G. A. Jonassen frá Stafangri til verzlunar 1882 og var T. L. Imsland, »kafteinn«, verzlunarstj. hans, en keypti síðan alt saman og hefir nú fengið Lars syni sínum í hend- ur. Það er lítil verzlun og mest við Færeyinga. Innan við er Skaftabær, lítill torfbær og Skafti gamli í; hann ber vatn fyrir menn og gerir margt þarft, er lágur vexti og vaggar undir vatns- skjólunum og svo góðlyndur, að við hann er enginn maður önug- ur. Ofan götu er þar Norskabúðin. Hana bygði I. M. Han- sen, konsúll, 1881 og verzlaði þar fyrst sjálfur. Svo tók þar við félag frá Stafangri til '87 og seldi þá alt sitt, og keyptu húsin

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.