Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 21

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 21
IOI ið, oft mörg kvöld og tekist oftast mikið fremur vel og hefir það slitið vel í sundur skammdegið. Hæfileikar til leikmensku hafa þó ekki komið hér fram, sem sérstök ástæða sé til að nefna. Kvenfélagið »Kvik« hefir og haldið skemtanir tvo síðustu vet- urna og farist vel, verið tjörmeira og auðugra að tilbreytingum en aðrir hafa áður verið, og hefir það félag orðið vinsælt, að minsta kosti tala karlmennirnir vel um það. fá halda heldri konur bæjarins, giftar og ógiftar, hér barna- hátíð hvern vetur og hafa lengi haldið. Er þangað boðið öllum börnum ríkra manna og óríkra og hefir þar oft verið saman kom- ið um og yfir ioo barna, og hafa þau skemt sér vel við dans um jólatré, gjafir og veitingar, en fullorðna fólkið hefir horft þar á börnin og hvað á annað og gert sér hátíð úr. Blysgöngur og álfadans eru hér oft á Gamlárskvöld eða Prettánda og oft kostað töluverðu fé til og er góð skemtun. Skautasvell er hér ekki til nema lítið og ilt á ánni og nota börn það eftir mætti. Árið sem leið léðu Garðarsmenn ístjarnir sínar til skautaleika, og getur þar orðið hinn bezti skautaís og verður vonandi notaður. Kannske má telja það til skemtana að menn fara hér mjög á vetrum til rjúpnadráps og kalla »að fara á skyttirí«. Pær skemtanir sækja ýmsir rosknir menn og börn, sem úr byssu kunna að hleypa. Arðurinn er fremur lítill og því ber að telja þetta til skemtana. Vængskotnar og fótlamaðar eða sárar rjúpur verða því hér eins ög annarstaðar árangurinn af því, að börn og viðvaningar fara með byssur. Leikfimi hafa ungir menn töluvert æft hér suma vetur og hefir verið góð skemtan að horfa á þá leika listir sínar. Par hafa þeir leikið liðlegast Friðrik Gíslason úrsmiður, Rolf Johansen og Sigurður Jónsson og leikið svo þróttmikið og fimlega að gott var í hvern stað, einkum leikur þeirra Friðriks og Hrólfs. Jörgensen bakari hefir kent hér leikfimi og að líkindum komið henni hér á gang. Hann er hraustmenni og fimur. Bezt af öllum skemtir hér á vetrum sunnanáttin þegar hún kemur. Hún breytir á einu dægri 12—14 stiga frosti í 9 stiga hita, og menn ganga út snöggklæddir og berhöfðaðir til að fagna henni, eins og þar kæmi vor eða vinur. Norðanveðrin eru ekki eins skemtileg. Pau koma ýmist innan úr dalnum og sópa öllu lauslegu sem fyrir verður út á fjörð, eða þá úr landnorðri fyrir austan Bjólf niðurVestdal og Hrútahjallana, og eru það köll-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.