Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 22

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 22
102 uð Hrútahjallaveður og eru hér óvinsælust veðra, því þau hafa það sér til gamans, að brjóta hús og hjalla og sýna mönnum hverninn Stafangurs- og Mandalstimbrið er í sárið. Af því fjöllin eru há og skörðótt er hér misvindi mikið og svipir oft æði- margir. það spillir mikið samgöngum hér manna á milli á vetrum, að hér er þá mjög illfært um bæinn. Götur hafa hér ekki verið ruddar hingað til, enda er það dýrt, þar sem vegir eru svo lang- ir. Pó ríður um þverbak þegar dimt er á kvöldum, því hér eru enn þá ekki komin nein götuljós og má þó vel kalla vegi hér sumstaðar full hættulega bæði lífi og limum, og að þessu er því meiri ófögnuður hér en víða annarstaðar, að hér eru settir hlerar fyrir hvern glugga undir eins og dimma fer, og því ekki svo vel, að ljósskíma þaðan sé til liðs á götunni. Hlerarnir eru nauðsyn- legir vegna stormanna, því mölin dynur eins og hagl um húsin og rúðum því mjög hætt og dæmi til jafnvel, að menn hafa feng- ið bjálkaenda til sín inn í stofu gegnum veggina, þegar mest hefir gengið á; en af þessu leiðir að Seyðisfjarðarbær er oft nokkuð skuggalegur eftir dagsetur.1 Dansleika hefir og fólk til skemtunar sér stundum og í raun- inni lítið meira á vetrum en á öðrum tímum, og er eins og sú leikfýsi komi i menn í hviðum eða hríðum, því stundum rekur hver dansleikurinn annan í Bindindishúsinu, en stundum líða lang- ir tímar á milli. Thostrup hafði hér forðum dansskóla á hóteli sínu nál. 1883. Bar var A. Jörgensen kennari. Nú kennir víst hver öðrum einhvern veginn, því allir sýnast kunna. Þá lesa menn og heima sér til skemtunar og víst engu minna hér en annar- staðar. Alþýða er sér í útvegum um bækur, að því sem föng eru á, bæði fornar sögur og nýjar og annað, sem á íslenzku er til fræðslu og skemtunar. Margir skilja og dönsku, og hér hefir þessi árin verið tiltölulega fjölment lestrarfélag og kynt menn þó dálítið ýmsu, sem nýtt hefir birzt í sagnaskáldskap Dana og Norðmanna. Rímna- eða kvæðavini þekki ég hér ekki nema Teit Andrisson, verkmann; hann er mjög náttúraður fyrir slíkt og kann sjálfur gríðarmikið. Nokkrir menn hafa haft hug á að eiga hér málfundí sín á milli, en ýms atvik hafa hamlað framkvæmd þeirr- ar fyrirætlunar alt til þessa. Þegar svo nefnd er guðsþjónusta, 1 Nú, 1903, eru komnir 3 lampar á göturnar, þar sem mest þurfti.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.